Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Side 69

Eimreiðin - 01.05.1904, Side 69
149 löng lýsing á fiskveiðum, fiskigöngum og fiskimiðum, veiðistöðum og veiðiaðferðum, fiskverkun og fiskisamþyktum, er höf. athugar sitthvað við. Sjálfsagt má margt læra af skýrslum þessum í heild. Og er sú tíð kemur, að menningarsaga íslands á vorum tímum verður skráð, verða þær ekki ómerkilegt heimildarrit. Svo mikinn fróðleik geyma þær um einn þáttinn í menningu vorri á þessari tíð. En gætu þær ekki verið styttri að skaðlausu? f’ar er t. d. leiðinlega langur landfræðis- kafli, með mesta örnefnasandi, er vér fáum ekki séð, hvert gagn og því síður gaman er að. S. G. KL. JÓNSSON: UM FÓGETAGERÐIR. Akureyri 1903. 68 bls. Ritling þenna kveðst höf. ætla alþýðumönnum. Hann getur sjálf- sagt orðið að liði, en er heldur þunglamalega skrifaður og málið dönsku- legt sumstaðar, samt varla verra en sýslumannamál alment gerist. S. G. B. H. BARMBY: GÍSLI SÚRSSON. Sjónleikur; einnig nokkur kvcebi. Matthías Jochumsson íslenzkaði. Akureyri 1902. Frumritsins hefur áður verið minst í Eimreiðinni, (VII, 234). Lát- um vér oss því nægja að geta þess, að hér höfum vér séð skáldinu bezt takast 1 sundurlausu máli, því að svo góðum skeiðsprettum sem hann nær stundum úr tungu vorri í ljóðum sínum, þá hefur hann þó til að vera hastur og klárgengur í lausu máli. Málið á þýðingu þess- ari er víða ljómandi fallegt, ramíslenzkt og einkennilegt, hvorki forn- né nýíslenzka, vildum vér nærri því sagt hafa. Þó er það líkara fomu máli en nýju, en ekki »í miðjum klíðum«. eins og þýðandinn segir í formálanum. Hefur honum yfirleitt vel tekizt að feta þröngvar slóðir milli hins nýja og forna máls. Þýðingin er nákvæm á þeim köflum, er vér höfum borið saman við ritið á frummálinu. S. G. FRIÐRIK J. BERGMANN: ÍSLAND HIÐ UNGA. Winnipeg I9°3L Petta er lítið kver, einar 15 bls., en það er í sannleika snoturt bæði að efni og frágangi. Innihaldið er aðeins ræða, sem höf. hélt fyrir minni íslands á miðsvetrarsamsæti (þorrablóti) íslendinga í Winni- peg 29. jan. 1903. En sú ræða er annað og meira en venjulegt há- tíðaskvaldur. í henni lýsir sér bæði djúpur skilningur, frábær málsnild og heilög alvara, borin af þungum tilfinningastraumi heitrar og ein- lægrar ættjarðarástar. Væri því æskilegt að fleiri en Vestur-íslendingar fengju að sjá hana. Annars er umræðuefnið aðallega þær framfarir og umbrot í þjóðlífi íslendinga, sem gerst hafa á seinni árum og enn eru að gerast. Sérstaklega leggur höf. áherzlu á, að gera þurfi alþýðu- mentunina íslenzku eins góða og veigamikla og hún nú er orðin í mentalöndum heimsins. »f’að þarf að leggja rækt við skilning fólksins, var eitt sinn sagt hiá oss hér fyrir vestan. Það þarf að leggja rækt við hann nú ekki síður en þá. Skilningurinn er skilyrði allra þjóðþrifa. Skilningslítil þjóð, sem stjórnast lætur af hleypidómum, hindurvitnum og tortrygni, og beitir beztu syni sína banaspjótum, verður ávalt fram- faralaus þjóð... Hvað er til.ráða? Hvað mundi betur fá úr þessu bætt en góðir alþýðuskólar með hæfum kennurum, þar sem hlúð væri að

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.