Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Blaðsíða 79

Eimreiðin - 01.05.1904, Blaðsíða 79
lS9 ritið »Geolog. Fören. Förhandl.« (XX, 6, bls. 467), og er hún svar upp á grein Helga Pjeturssonar í sama riti, er getið var í síðasta árgangi Eimr. (IX, 235). V G. ÍSLANDSFERÐ (»Island-Fart«) heitir löng ritgerð, sem dr. Heirtrich Pndor hefur ritað í »Mitth. d. K. K. Geogr. Gesellschaft in Wien« 1902, og segir hann þar allnákvæmlega ferðasögu sína og lýsir ýmsu, er fyrir hann bar, bæði mönnum og stöðum o. fl. Hann minnist og á íslenzkar bókmentir og getur sérstaklega yngstu skáldanna. Ferðasagan er allskemtileg og fróðleg fyrir þá, sem lítt þekkja til stað- hátta á íslandi, en ekki er þó alt gullvægt eða rétt í henni, sem varla er heldur við að búast eftir jafnskamma dvöl. Að hann hafi orðið hrifinn af landinu má marka af því, að hann endar greinsínameð þessumorðum: »Eldgamla ísafold — ó ísland, ískrýnda fjallkonan í hafinu — hver, sem einu sinni hefur heimsótt þig, hefur enga ró í sínum beinum, fyr en hann hefur fengið að sjá þig aftur«. V. G. UM ÓLAF DAVÍÐSSON hefur fröken M. Lehmann-Filhés ritað nokkur snotur og vel valin minningarorð í þýzka tímaritið »Zeitschr. d. Ver, f. Volksk. in Berlin« 1904, og átti það vel við, að hans væri minst einmitt í því tímariti, þar sem hann hafði gert þjóðsagnafróðleikinn að aðallífsstarfi sínu og reynst hinn mesti afkastamaður í þeim efnum. V. G. UM NÝ-ÍSLENZKA LJÓÐAGERÐ (»Neu-islándische Lyrik«) hefur dr. Hein- rích Pudor ritað grein í »Das litterarische Echo« (IV, 15, maí 1902) og fer um hana miklum lofsorðum. Annars er ritgerðin aðallega um þýðingar Olaf Hansens á íslenzkum kvæðum og mestmegnis bygð á þeim upplýsingum um íslenzkan skáldskap, sem standa í bók hans, þó líka sé vitnað í önnur rit. V. G. ÞjÓÐBANKI VESTUREYJA DANA. Þegar Hlutabankafrumvarpið fyrst kom fram á alþingi 1899 og farið var fram á, að hlutafé hans skyldi nema 6 miljónum króna, sögðu sumir þingmenn, að sig »sundlaði» við að hugsa um þá l'eikna fjár- upphæð og álitu að við hefðum ekkert með svo mikið fjármagn að gera. Og svo almennur reyndist þessi smásálar-hugsunarháttur meðal þingmanna, að niðurstaðan varð á alþingi 1901 sú, að hlutafé bankans mætti eigi vera meira en 3 miljónir króna og að bankinn mætti eigi gefa út meira af seðlum en »alt að 2*/^ miljón króna«. Það er nú eigi ófróðlegt að sjá, hvers þing og stjórn Dana hefur álitið þörf fyrir Vestureyjarnar, er um líka stofnun var að ræða þar, þótt íbúar þessara eyja séu samtals meira en helmingi færri en íslendingar (um 37,000). Lög um stofnun þessa banka, er samþykt höfðu verið á ríkisþinginu, vóru staðfest af konungi 29. marz þ. á., og með því að fróðlegt getur verið, að bera þau saman við lög vor um stofnun íslandsbanka, skulum vér hér tilfæra nokkur atriði úr þeim, er snerta fjármagn bankans og fyrirkomulag. 1. gr. laganna hljóðar svo: »Fjármálaráðherranum veitist heimild til að veita hlutafélagi, er í eru í’jóð- bankinn í Kaupmannahöfn, Prívatbankinn í Kaupmannahöfn, hinn danski Landmands- banki, veðdeildar- og víxilbanki og Verzlunarbanki Kaupmannahafnar, leyfi til að stofna hlutabanka á Vestueyjum Dana, er nefnist »í*jóðbanki Vestureyja Dana«, og sem hafi þann tilgang, að bæta og efla efnalegar framfarir eyjanna, og skal bankinn um 30 ára bil hafa einkarétt til að gefa út í eyjunum seðla, er greiðast handhafa með mótuðu gulli, þegar krafist er«.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.