Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Blaðsíða 66

Eimreiðin - 01.05.1904, Blaðsíða 66
146 þeirra nálega 40,000, sem talið er að lifi á sveitabúskap einum, og þeirra 9,000, sem fást eingöngu við fiskiveiðar, vóru við manntalið 1901 rúmlega 12,000, sem höfðu bæði fiskiveiðar og landbúnað (eink- um heyskap) að atvinnu jöfnum höndum, og eru með þeim taldir allir þurrabúðarmenn. Gersamlega sveitabúar (landb.) vóru því um 51 °/o, eingöngu sjómenn (fiskiv.) um n°/o og miðflokksmenn (fiskiv. og landb ) um i6°/o af allri þjóðinni. Þó að vísu megi ætla, að þeir, sem taldir eru í þessum flokki, framfleytist aðallega á fiskiveiðum, getur þó enginn vafi leikið á því, að ef menn teldu að 5i°/o af öllum lands- búum lifðu á landbúnaði og 2 7°/o á fiskiveiðum, þá mundu þessar tölur ekki gefa rétta hugmynd um hlutfallsgildi þessara tveggja at- vinnuflokka, því hlutfallstala landbúnaðarins mundi þá augsýnilega verða helzt til lág, en hlutfallstala fiskiveiðanna aftur helzt til há. Sá hluti landsbúa, sem lifir á landbúnaði og fiskiveiðum, var 1880 talinn 85°/o, 1890: 82°/o og 1901: 78°/o. Svo virðist því sem stöðug afturför hafi átt sér stað í þessum atvinnuflokki; en sú afturför lendir þó eingöngu á landbúnaðinum (en ekki fiskiveiðunum), og henni sam- svarar aftur sem andstæði framför sú, sem orðið hefur í iðnaðar- og verzlunaratvinnu. Landbúnaðurinn framfleytir sem stendur ekki fleiri mönnum á íslandi en í byrjun 19. aldar, öllu fremur nokkru færri, og þar sem landsbúum hefur á öldinni fjölgað um 66°/o, er landbún- aðurinn nú orðinn langtum atkvæðaminni að tiltölu, þó hann enn sé helzti atvinnuvegurinn. 1 byrjun 19. aldar framfleyttu um 85°/o af landsbúum sér á landbúnaði, en nú ekki nema rúmlega helmingurinn. Gagnstætt því hafa fiskiveiðarnar smámsaman aukist og orðið að mjög mikilvægri atvinnugrein; 1801 vóru þær reknar af einum (/2 °/o af landsbúum, en 1901 af rúmlega lj.i þeirra. Næst eftir landbúnað og fiskiveiðar er handverk og iðnaður mikilvægasti atvinnuflokkurinn, þó hann ekki framfleyti nema 5 l/.i °/o af þjóðinni (í Danmörku 28°/o). Sá flokkur hefur mjög vaxið síðustu árin (1880: 2,1 °/o af landsbúum). Á verzlun og samgöngum lifðu 1901 4°/o af landsbúum, á ólíkamlegri atvinnu 3°/o, á eign- um sínum 2,1 °/o og 3,0 °/o vóru sveitarómagar. Er það býsna há tala, en þó hátíð hjá því, sem áður var, t. d. 1870, er sveitar- ómagarnir voru 5,6 °/o. Margt fleira má af skýrslum þessum læra, en hér skal nú staðar numið og 1 vísað í sjálfan bæklinginn, sem allir þeir, er nokkuð láta sér ant um landsmál og landshagi, ættu að kynna sér sem bezt. V. G. BÚNAÐARRIT. 17. ár. Rvík 1903. í árgangi þessum kennir margra grasa og hefur hann yfirleitt kjarnkott andlegt fóður að færa fyrir bændur og búalýð. Forseti Bún- aðarfélagsins, lektor Þórhallur Bjarnarson, ritar þar um ferð sína um Snæfellsness- og Dalasýslu (sbr. Eimr. IX, 2 3 2), Stefán Stefánsson kenn- ari fræðir menn um íslenzkar fóður- og beitijurtir og notagildi þeirra, Torfi Bjarnason skólastjóri um túnrækt og túnasléttun og hve arðvæn- leg hún sé, H. f. Gr'ónfeldt ritar um mjólkurskólann og mjólkurbúin hér á landi, Guójón Guhmundsson búfræðiskandídat um kynbætur bú-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.