Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Blaðsíða 42

Eimreiðin - 01.05.1904, Blaðsíða 42
122 Sigurðsson, föðurlandsvinurinn ágæti, hafi sagst ekki þekkja neinn meðal ungra námsmanna íslenzkra, er eins vel væri til foringja fallinn og hann. Enda hafa þeir foringjahæfileikar betur og betur í ljós komið, og flestum mun koma saman um, að í stjórnmála- baráttu þeirri, er þjóð vor stendur nú uppi í, sé hann hinn eigin- legi foringi, þótt aðrir séu þar oft fyrir framan. Og víst er um það, að betri föðurlandsvin og einlægari eigum vér ekki. Að loknu prófi á latínuskólanum fór hann til háskólans í Kaup- mannahöfn. Las hann þar lögfræði um nokkur ár, en tók ekki embættispróf. Hefur honum ósjaldan verið um það brugðið af miður vandfýsnum mótstöðumönnum, sem með því hafa viljað koma lítilsvirðing á honum inn hjá þjóð vorri. En sannleikurinn er sá, að hann mundi ekki vilja skifta við nokkurn lögfræðing á landinu, en flestir, ef ekki allir, vilja við hann skifta, ættu þeir þess nokkurn kost. Heyrt höfum vér, að hann hafi um tíma sökt sér svo niður í lestur hina ágætustu dagblaða, er hann mátti yfir komast, þegar hann var í Kaupmannahöfn, að hann sást ekki nema með blað í hendi, hvar sem hann var staddur. Mun hann hann þá hafa verið farinn að hugsa um það fyrir alvöru, að gjöra blaðamenskuna að lífsstarfi sínu. Skömmu eftir að hann kemur til Reykjavíkur, byrjar hann útgáfu Isafoldar 19. sept 1874. Pa var þjóð vor rétt búin að fá hina nýju stjórnarskrá, er Kristján konungur veitti henni þjóðhátíðarárið 1874, og með henni lög- gjafarvald og fjárforráð. En um leið hefst merkasti þátturinn í hinni nýrri sögu þjóðar vorrar. Pegar í byrjun tók hann í blaði sínu að ræða landsmál af meiri alvöru, þekking og áhuga, en menn höfðu áður átt að venjast. Hann lét ekkert fara fram hjá sér, ekkert vera blaðinu óviðkomanda. Og stöðugt hefur því farið fram, enda hefur það engum dulist, sem kunnað hefur að lesa, hvernig maðurinn, er á bak við svo að segja hvert orð í blað- inu hefur staðið, hefur öll þessi ár sjálfur verið að vaxa. Hefur einmitt mest borið á því síðustu árin, því nú tjáir eigi lengur því að neita, að tsafold er stórveldi orðin í hinu smávaxna íslenzka þjóðlífi voru. Hún fór ekki eins geyst úr garði og mörg önnur blaðfyrirtæki með þjóð vorri hafa farið. Þegar ísafold hóf göngu sína haustið 1874, var hún lítil og óálitleg í samanburði við það, sem hún nú er. Hún kom þá út tvisvar til þrisvar hvern mánuð, 32 blöð á ári, og hvert blað nær þriðjungi minna ummáls en nú. En stöðugt hefur blaðinu vaxið fiskur um hrygg, og nú má það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.