Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Page 31

Eimreiðin - 01.05.1904, Page 31
111 það hafði altaf verið eins og þau stefndu sitt í hvora áttina — eins og þau toguðust á urn eitthvað, sem hann vissi ekki hvað var. Hann gekk í hjónabandið með örugga, sigurglaða von og sterkan vilja til að gera sér og henni lífið notalegt. Peim leið bærilega fyrstu árin. Guðrún var ónærgætin í orðum og verkum þegar í fyrstu, en fús og fljót til sátta. En gróið er ekki heilt. Vonarflugið lækkaði; svo hafði viljaþrekinu hnignað á eftir — einkum í seinni tíð. — Pað var einkum frá því, er þau mistu kúna og hestinn, fimta búskaparárið, að alt hafði sigið niður á við. Hann komst í skuldir, börnin fjölguðu, geðríki Guðrúnar óx; hann réð ekki við neitt. — IJórði fanst altaf eins og guð hefði kipt undan sér fótunum, þegar kýrin fórst. Já, það hafði altaf sigið niður á við með efnin. En þó var hjónabandið erfiðara en allar þær áhyggjur, sem fátæktin skapaði. Alt hið bezta í eðli hans hafði hniprast saman og þokast undan ónotum konunnar og ónærgætni — þokast undan aftur á bak, niður í sálarmyrkrið. — Hans vegur lá ekki til himnaríkis; það var gefið. Lífsþróttur hans var eins og höfuðstóll frá fyrri dögum, sem altaf var tekið af, en aldrei bætt neinu við; lífið einsog sífelt hrap í snarbrattri lausaskriðu. — Einangur í vofuríkinu — úti í myrkrinu og kuldanum — það var það, sem fyrir honum lá. — Hugsun um Sigríði brá fyrir eins og leiftri: jafnvel í vofuríkinu mundi lifandi í nærveru þess, er maður unni. Pað færðist hlýlegt gleðibragð yfir andlit hans. — Svo dimdi aftur: að draga hana með sér út í kuldann og myrkrið — þá var þó betra að vera einn. Alt, sem eftir var í Pórði af karlmannlegum þrótti, reis upp við þessa hugsun; hann stóð á fætur, þoldi ekki að vera kyr. Sigríði varð að bjarga, hvað sem það kostaði. — — — — — En hríðarbylurinn kom norðan eftir hlíðinni, öskugrár, illskinn og harðfylginn sér; hann rakst skáhalt á baðstofustafninn, svifaði austur með honum og frá honum aftur í hálfhring, út að skaflinum norðan við, rann upp með honum og vestur með og myndaði hvelft snjóbarð skamt frá stafninum. Á barðbrúninni gekk hann í félag við bróður sinn, sem kom á eftir norðan að. Peir stukku hvatlega upp á baðstofustafninn og runnu suður eftir, hvæstu í strompinn og hrinu á þekjunni, tóku saman yfir mæninn og sviftust á, svo baðstofan nötraði við. Svo steyptu þeir sér suður af, hlóðu ofan á skaflinn sunnan undir og héldu svo áfram suður eftir túninu og suður í hlíðina, þangað sem féð stóð undir

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.