Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Page 74

Eimreiðin - 01.05.1904, Page 74
154 þýðingu, og eru þær ekki valdar af verri endanum. Fyrirlesturinn er mjög vel saminn og verður sjálfsagt til þess að vekja meiri eftirtekt á þessari skáldskapar- tegund fornmanna meðal þjóðverja, enda er sá tilgangurinn, eins og ljóst er tekið fram í formálanum. V. G. UPPDRÁTT AF NORÐURLÖNDUM á 13. öldinni (»Scandinavia in the Thirteenth Century«), og þar með af íslandi, hefur W. A. Craigie, M. A. gefið út í hinu mikla kortasafni »Histori:al Atlas of the Modern Europe from the Decline ol the Roman Empire«, XXIX, (Oxford 1902), og er eins og vænta mátti vel frá hon- um gengið, þó æskilegt hefði verið, að hann hefði getað verið nokkru stærri. ekki sízt af íslandi. Uppdrættinum fylgir texti, þar sem skýrt er frá héraðaskipun og helztu stöðum og stuttlega drepið á hina helztu viðburði í sögu landanna fram á 13. öldina. V. G. UM ÍSLAND OG ÍBÚA Í*ESS (»Island und seine Bewohner«) hefur dr. Heintich Pudor, sem ferðaðist heima á íslandi sumarið 1902, ritað greinar í hið alkunna Berlínarblað »Vossische Zeitung« (nóv. 1902) og eru þær yfirleitt mjög vel- viljaðar og rétt skýrt frá því, sem um er ritað, enda styðst hann mjög við bók dr. Valtýs Guðmundssonar »Islands Kultur«, sem hann segir að sé »með því allrabezta, sem um ísland hafi verið ritað«. Einkum lýkur hann miklu lofsorði á bókmentir íslendinga og lestrarfýst þeirra, og um blöðin segir hann, að t. d. lsafold sé blað, sem hver menningarþjóð í Norðurálfunni gæti verið hróðug af (»Die in Reykjavik erscheinende, zruei bis drei Mal in der Woche auskomrnende Zeitung »Isafold« ist beispielsweise ein Blatt, auf das jcde kontinentále Kulturnation stolz sein kónnte«). V. G. UM NORÐURLANDAMÁLIN (»Die nordgermanischen Sprachen«) hefur herra stjórnarráð J. C. Poestion ritað langa og fróðlega grein í þýzka tímaritið »Die Zeit« XXIII, 357—8 (ágúst 1901). Er þar stutt yfirlit yfir sögu þessara mála og þroska- Stig bæði að fornu og nýju og sérstaklega leidd athygli að ýmsum hljóðfræðis- einkennum þeirra. Um íslenzkuna er þar alllangur kafli og líka minst nokkuð á hinar nýrri bókmentir vorar og er það gert á þann hátt, að við megum vel við una og vera hreyknir af. V. G. MÍMIR, íslenzkar stofnanir og heimilisfang (Icelandic Institutions with Adresses) heitir bæklingur, sem hinn góðfrægi íslandsvinur prófessor W. Fiske hefur gefið út á ensku (Khöfn 1903). Er tilgangur hans sá, að útbreiða þekkingu á íslandi, stofn- unum þess og bókmentum og koma þeim, er íslenzk fræði stunda, forn eða ný, í nánara samband innbyrðis, þótt dreifðir sé um víða veröld. Er enginn vafi á, að ritlingurinn getur orðið oss að miklu liði í þessu efni og megum vér því vera höf- undi hans mjög þakklátir fyrir hann og þá miklu fyrirhöfn og fé, sem hann hefur til hans varið. Frágangurinn er sem vænta mátti hinn prýðilegasti og mynd af Mími á titilblaðinu. V. G. UM FLÓRU ÍSLANDS, bók Stefáns kennara Stefánssonar hefur fröken M. Lehmann-Filhés skrifað laglegan ritdóm í þýzka tímaritið »Globus« LXXXII, 3 (júlí 1902) þar sem hún skýrir frá efni bókarinnar og vekur athygli landa sinna á henni. Síðar hefur hún í sama tímariti (LXXXV, 16, apríl 1904) ritað grein um skógarmál íslands (»Die Waldfrage in Island*) og styðst hún þar einkum við fyrirlestur

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.