Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Side 66

Eimreiðin - 01.05.1904, Side 66
146 þeirra nálega 40,000, sem talið er að lifi á sveitabúskap einum, og þeirra 9,000, sem fást eingöngu við fiskiveiðar, vóru við manntalið 1901 rúmlega 12,000, sem höfðu bæði fiskiveiðar og landbúnað (eink- um heyskap) að atvinnu jöfnum höndum, og eru með þeim taldir allir þurrabúðarmenn. Gersamlega sveitabúar (landb.) vóru því um 51 °/o, eingöngu sjómenn (fiskiv.) um n°/o og miðflokksmenn (fiskiv. og landb ) um i6°/o af allri þjóðinni. Þó að vísu megi ætla, að þeir, sem taldir eru í þessum flokki, framfleytist aðallega á fiskiveiðum, getur þó enginn vafi leikið á því, að ef menn teldu að 5i°/o af öllum lands- búum lifðu á landbúnaði og 2 7°/o á fiskiveiðum, þá mundu þessar tölur ekki gefa rétta hugmynd um hlutfallsgildi þessara tveggja at- vinnuflokka, því hlutfallstala landbúnaðarins mundi þá augsýnilega verða helzt til lág, en hlutfallstala fiskiveiðanna aftur helzt til há. Sá hluti landsbúa, sem lifir á landbúnaði og fiskiveiðum, var 1880 talinn 85°/o, 1890: 82°/o og 1901: 78°/o. Svo virðist því sem stöðug afturför hafi átt sér stað í þessum atvinnuflokki; en sú afturför lendir þó eingöngu á landbúnaðinum (en ekki fiskiveiðunum), og henni sam- svarar aftur sem andstæði framför sú, sem orðið hefur í iðnaðar- og verzlunaratvinnu. Landbúnaðurinn framfleytir sem stendur ekki fleiri mönnum á íslandi en í byrjun 19. aldar, öllu fremur nokkru færri, og þar sem landsbúum hefur á öldinni fjölgað um 66°/o, er landbún- aðurinn nú orðinn langtum atkvæðaminni að tiltölu, þó hann enn sé helzti atvinnuvegurinn. 1 byrjun 19. aldar framfleyttu um 85°/o af landsbúum sér á landbúnaði, en nú ekki nema rúmlega helmingurinn. Gagnstætt því hafa fiskiveiðarnar smámsaman aukist og orðið að mjög mikilvægri atvinnugrein; 1801 vóru þær reknar af einum (/2 °/o af landsbúum, en 1901 af rúmlega lj.i þeirra. Næst eftir landbúnað og fiskiveiðar er handverk og iðnaður mikilvægasti atvinnuflokkurinn, þó hann ekki framfleyti nema 5 l/.i °/o af þjóðinni (í Danmörku 28°/o). Sá flokkur hefur mjög vaxið síðustu árin (1880: 2,1 °/o af landsbúum). Á verzlun og samgöngum lifðu 1901 4°/o af landsbúum, á ólíkamlegri atvinnu 3°/o, á eign- um sínum 2,1 °/o og 3,0 °/o vóru sveitarómagar. Er það býsna há tala, en þó hátíð hjá því, sem áður var, t. d. 1870, er sveitar- ómagarnir voru 5,6 °/o. Margt fleira má af skýrslum þessum læra, en hér skal nú staðar numið og 1 vísað í sjálfan bæklinginn, sem allir þeir, er nokkuð láta sér ant um landsmál og landshagi, ættu að kynna sér sem bezt. V. G. BÚNAÐARRIT. 17. ár. Rvík 1903. í árgangi þessum kennir margra grasa og hefur hann yfirleitt kjarnkott andlegt fóður að færa fyrir bændur og búalýð. Forseti Bún- aðarfélagsins, lektor Þórhallur Bjarnarson, ritar þar um ferð sína um Snæfellsness- og Dalasýslu (sbr. Eimr. IX, 2 3 2), Stefán Stefánsson kenn- ari fræðir menn um íslenzkar fóður- og beitijurtir og notagildi þeirra, Torfi Bjarnason skólastjóri um túnrækt og túnasléttun og hve arðvæn- leg hún sé, H. f. Gr'ónfeldt ritar um mjólkurskólann og mjólkurbúin hér á landi, Guójón Guhmundsson búfræðiskandídat um kynbætur bú-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.