Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Page 24

Eimreiðin - 01.05.1904, Page 24
104 Og togaði’ í skipmenn, unz fullting réð fá, Svo fundu þeir loksins hinn stirðnaða ná. Peir dysjuðu hann hljótt með heiður ei neinn Og hundurinn ýlandi fylgdi' honum einn Og lagðist á jörðu, þar lík undir var, Á lappirnar fram og dó svo þar. STGR. TH. Hríðarbylur. (Kafli úr sögu). Pórður í Hlíð vaknaði snemma um morguninn 3. október 1895. Baðstofan skalf, þekjan hvein, viðirnir brökuðu og rúmið nötraði og kiptist til. Pórður vatt sér fram af stokkinum, klæddist skjótt og leit til veðurs. Pað var komin dimmviðris hríð. Frostið var lítið og veðrið annað slagið nærri kyrt; en annað slagið rak á aftaka bylji útnorðan. Pórði varð fyrst fyrir að líta eftir heyjunum; hann fékk sér reipi og lagði niður á túnið, þangað, er lambhúsheyið stóð. Til þess greip hann kyrra stund og hljóp svo sem fætur toguðu. — Torfið var þurt og ófrosið austan á heyinu og hafði þegar losast um það við fyrirhleðsluna. — Pórður staðnæmdist austan undir heyinu og kastaði mæðinni. Hann hafði aldrei komið út í slíkt voðaveður. Pessa stund var nærri kyrt, en dimt af hríð, svo hvergi sá, og ákaflegur dynur í fjallskörðunum. Dynurinn færðist óðfluga nær, suðandi, hvæsandi, gnýjandi. Pórður hallaðist upp að heyinu og beið; hjartað sló hratt og óreglulega og titraði við; líkaminn varð máttstola og skynjanin dróst saman í hnút um bylinn, sem yfir reið. Svo kiptist heyið snögglega til; torfið gúlpaði á hliðunum, sogaðist fast að þeim aftur og kiptist svo frá enn á ný, spyrnti hleðslunni frá að neðan og kastaðist upp á heymæninn, hver torfa skáhalt á aðra; ein torfan, sem náði lengra niður með hleðslunni, slitnaði sundur, önnur losnaði úr samskeytunum að ofan og þyrl- aðist burtu undan veðrinu. Svo hægði enn um stund.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.