Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Side 10

Eimreiðin - 01.01.1906, Side 10
skuldlaus að kalla, goldið til allra stétta o. s. frv, Og þó hefir hann verið bilaður á heilsunni í mörg ár: haft beinátu í brjóstinu. Eg fer fljótt yfir sögu. En á þessum sundurlausu punktum er þó hægt að lesa hana niður í kjölinn. Peir menn geta það, sem eru læsir á myndletur mnnnlífsins og þjóðlífsins okkar. Eg skírskota ekki til hrokans og stærimenskunnar eða stjórnarvalda krossa- og plástra-náðar. En ég legg málið á dóm sannrar mann- rænu og spyr: Pessi hjón og önnur eins — gera þau ekki vel og ágæta vel? — Eg sá þau í vor á mannamóti. Hann var líkur því sem hann var, þegar hann var kennari minn í fermingarfræðum, aðeins stærri nú í augum mínum og huga; því þá var mér illa við hann, heldur en hitt, eins og alla þá, sem tróðu að mér tilsögninni, sem fylgir fjórtán ára aldrinum. Og mér leizt betur á konuna en frúrnar í kjólunum, sem þó eru fallegar. Pað hefir hjálpað þeim mikið, að faðir Sigtryggs skilaði honum jörðinni í góðu lagi og að hún er farsæl. Annað er vert að nefna: Bæði hjónin eru af góðum ættum, góðum bændum og gagnsömum, og höfðu þau alist upp við reglusemi og iðju. »Ólan gengur í ættir,« sögðu gömlu tjármennirnir. Og það hefir enn þýðingu sína, sem Ragnar konungur loðbrók orti: »Móðernis fékk mínum mögum svo hjörtu dugðu*. Hamingjan er ættgeng oft og tíðum. En hinn bóndinn, sem ég sagðist ætla að talca tii dæmis, — hann tók ekki við farsælli jörð í góðu lagi. Hann heitir Jón Pórðarson á Klömbrum; var vinnumaður lengi og svo einyrki, unz börn hans óxu, sem eru sjö talsins. Jón hefir girt og sléttað stórt tún og bygt öll hús jarðarinnar prýðilega og margar hlöður, ennfremur mikla grjótgarða heima hjá sér og annarstaðar. Hann á nú um 200 fjár og annan fénað eftir því. Laxá náði hann upp á engi sitt. Pað vatn er nálega eins og forarlögur að frjómagni og flekkjar sig öll jörð, sem það flóir yfir. fetta gat Jón, vinnu- maður að öndverðu, einyrkinn, barnamaðurinn, sem tók við niður- níddu kotinu í órækt og býr á leigujörð. Petta gat hann. En lausamenn og búfræðingar eignast nú varla gripsverð, áður en þeir giftast, og hafa þó þrefalt kaup fyrir hvert ár, sem þeir lifa. Jón hefir sótt um heiðurslaun úr sjóði konungs vors, en tékk ekki.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.