Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 10

Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 10
skuldlaus að kalla, goldið til allra stétta o. s. frv, Og þó hefir hann verið bilaður á heilsunni í mörg ár: haft beinátu í brjóstinu. Eg fer fljótt yfir sögu. En á þessum sundurlausu punktum er þó hægt að lesa hana niður í kjölinn. Peir menn geta það, sem eru læsir á myndletur mnnnlífsins og þjóðlífsins okkar. Eg skírskota ekki til hrokans og stærimenskunnar eða stjórnarvalda krossa- og plástra-náðar. En ég legg málið á dóm sannrar mann- rænu og spyr: Pessi hjón og önnur eins — gera þau ekki vel og ágæta vel? — Eg sá þau í vor á mannamóti. Hann var líkur því sem hann var, þegar hann var kennari minn í fermingarfræðum, aðeins stærri nú í augum mínum og huga; því þá var mér illa við hann, heldur en hitt, eins og alla þá, sem tróðu að mér tilsögninni, sem fylgir fjórtán ára aldrinum. Og mér leizt betur á konuna en frúrnar í kjólunum, sem þó eru fallegar. Pað hefir hjálpað þeim mikið, að faðir Sigtryggs skilaði honum jörðinni í góðu lagi og að hún er farsæl. Annað er vert að nefna: Bæði hjónin eru af góðum ættum, góðum bændum og gagnsömum, og höfðu þau alist upp við reglusemi og iðju. »Ólan gengur í ættir,« sögðu gömlu tjármennirnir. Og það hefir enn þýðingu sína, sem Ragnar konungur loðbrók orti: »Móðernis fékk mínum mögum svo hjörtu dugðu*. Hamingjan er ættgeng oft og tíðum. En hinn bóndinn, sem ég sagðist ætla að talca tii dæmis, — hann tók ekki við farsælli jörð í góðu lagi. Hann heitir Jón Pórðarson á Klömbrum; var vinnumaður lengi og svo einyrki, unz börn hans óxu, sem eru sjö talsins. Jón hefir girt og sléttað stórt tún og bygt öll hús jarðarinnar prýðilega og margar hlöður, ennfremur mikla grjótgarða heima hjá sér og annarstaðar. Hann á nú um 200 fjár og annan fénað eftir því. Laxá náði hann upp á engi sitt. Pað vatn er nálega eins og forarlögur að frjómagni og flekkjar sig öll jörð, sem það flóir yfir. fetta gat Jón, vinnu- maður að öndverðu, einyrkinn, barnamaðurinn, sem tók við niður- níddu kotinu í órækt og býr á leigujörð. Petta gat hann. En lausamenn og búfræðingar eignast nú varla gripsverð, áður en þeir giftast, og hafa þó þrefalt kaup fyrir hvert ár, sem þeir lifa. Jón hefir sótt um heiðurslaun úr sjóði konungs vors, en tékk ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.