Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Side 16

Eimreiðin - 01.01.1906, Side 16
i6 »Halda skaltu hvíldardaginn heilagan« er þriðja skipan Mó- sesar. Pað boðorð er hlífðarlaust brotið fimtíu og tvisvar sinnum á hverju ári á hverjum bæ. Hjá því verður ekki komist með nokkru móti. Fjárhirðing sumar og vetur er sú lífsnauðsyn, og meðferð eða hagnýting málnytu, sem ómögulegt er að komast undan eða hliðra sér hjá, og er dauðinn vís að öðrum kosti. Nú er öllum boðið að lengja líf sitt. Og þegar ekki er unt að halda þetta boðorð, þá er eðlilegt, að hinum sé hætt. — Yfirleitt mun sú skoðun vera útbreidd hér um sýsluna, að boðorðin séu runnin undan tungurótum einhvers vitrings og siðfræðings, en ekki bein- línis »guðs orð«. En fáir tala nú um það með annarri eins léttúð eins og Jakob gamli á Breiðumýri (Kobbi á Hamri, sem Bjarni amtmaður yrkir um). Hann sagði, að Móses hefði »diktað lög- málið meðan hann lá á tóugreni í Sínaífjalli«. — »Heiðra skaltu föður og móður«. Hvernig skyldi það vera haldið? Hér er stórt efni fyrir hendi og margþætt. Enginn kostur er að rekja það í sundur til hlítar. En hér tjáir ekki að fara yfir á hundavaði, því undir yfirborði þessarar málsgreinar er mikið djúp, sem margir lækir renna í og margar uppsprettur. Par mætast gamlar og nýjar skoðanir, framsóknin og úrelti hugs- unarhátturinn o. s. frv. Yfirleitt heiðra börnin foreldra sína hér í sýslu að því leyti, að þau sjá þeim farborða í ellinni, ef þau geta. En undantekningar eru þó frá þeirri reglu. Núna í sumar kom t. d. krafa til oddvitans hérna í hreppnum frá bjargálnamanni í Eyjafirði, um meðlag með móður sinni, Petta er alls ekki eins dæmi; og áður var þessi maður búinn að krefjast sömu ósvinn- unnar. en fékk afsvar — að því er hann mun hafa kallað: honuin var sagt að koma með kerlinguna. En það vildi hann ekki, því að reyndar vann hún eins og vinnukona fyrir búi hans og börnum. — Eg sagði að maðurinn væri bjargálnamaður. Eg kalla það sé, þegar hann hefir kostað son sinn á Möðruvallaskólann, — Ég hefi þekt þó nokkurar konur, ellihrumar, á sveitinni, sem hafa átt tjölda barna á lífi, bæði hér og í Vesturheimi. Og þó að þau hafi verið fátæk, þá mundu þau þó hafa getað haldið uppi heiðri móður sinnar að þessu leyti, ef viljinn hefði verið einbeittur og þau lagt saman til framfærslunnar. Gamla sagan um gömlu hjónin, sem ungu hjónin settu út í horn við tréskálina, er altaf ný. Enginn vafi er á því, að þjóðmenningunni er ábótavant í meira lagi, þar sem þetta kemur fyrir oft og víða. — Auðvitað er það,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.