Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Qupperneq 21

Eimreiðin - 01.01.1906, Qupperneq 21
21 aðra röndina, svo að það er annálað. Það er til marks um ein- feldni hans, að hann gat ekki hleypt til ánum sínum nema með tilstyrk konu sinnar. Hún varð að skera úr, hvenær fullgilt væri. Fjórða tegund einkennilegra karla er enn þá ótalin. Pað eru þeir menn, sem bölva öllum nýjungum í sand og ösku, finst öllu fara aftur: gáfum manna, fegurð, afli og atgerfi og skapsmunum líka. — Karl er nýdáinn í Mývatnssveit, Jón Tómasson, sem skaraði fram úr öllum öðrum í þeirri grein. Jón var afbrigða mælskumaður, svo að honum varð aldrei orðfall í heimahúsum. Á mannfundum talaði hann ekki. Ótal þulur eru eftir honum hafðar, og eru þær, því miður, varla hafandi eftir í hámæli, enda njóta þær sín bezt, þegar hermt er eftir honum um leið. Lát- bragð og málrómur var svo frábrugðið, efni og orðfæri, því sem gerist hjá öðrum mönnum, Petta er til marks um afturförina í heiminum í hans tíð: Pegar ég var ungur. sagði Jón, slitu kýrnar sig upp á básunum milli kálfs og hylda og — beiddu. Nú liðu 12 vikur frá burði kúnna þangað til þær hygðu til nauta. Tík- urnar voru lóða á hvolpunum og hlupu geltandi upp á baðstofu- pall, þegar gestir komu með hund! Enginn dugur var orðinn í nokkrum manni, sem ungur var. Prestarnir voru orðnir að peðum o. s. frv. Annars þarf ekki til Jóns gamla Tómassonar að fara til þess að heyra þessar kenningar. Skamt er síðan Jón í Múla sagði, »að enginn dugur væri í nokkrum manni, sem er innan við þrí- tugt«. Honum mun hafa runnið í skap við Sigurð bróður sinn, skáld, á Arnarvatni. Sigurður vildi ekki gerast skrifstofubrúða hjá Zöllner. En þama fór Jón minn villur vegarins, þótt vel sé hann sýndur; því að miklu meiri kjark þarf til þess að gerast einyrkjabóndi í Pingeyjarsýslu, en skrifstofulalli hjá einhverjum yfirmanni. Prangarasýslur og skrifstofu-hægindi eru Gósenlönd leti og lítilmensku, eins og dæmin sýna, og þarf engum blöðum um það að fletta. Pessi þrjózka Sigurðar er annars ekki eins dæmi. Fleirum mönnum hefir staðið tii boða að fara utan og forða sér. En því hefir verið hafnað. Ræktarhugur til lands og þjóðar hefir verið sá bakhjallur, sem þar hefir stutt á móti. Sá hugur er bróðir þjóðrækninnar og íslenzku æskunnar, sem nú er einmitt að aukast og margfaldast á austurvegum íslenzkrar tungu, og ef til vill líka fyrir vestan haf. Pað er þessi hugur, sem nú er óðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.