Eimreiðin - 01.01.1912, Síða 20
20
menningi þessa lands, og skoraði á hann að senda sér alþýðu-
vísur og kviðlinga. Hann lézt mundu gefa út úrval úr þessu bráð-
lega. Ég veit ekki hvernig alþýða manna hefir brugðist við þess-
um boðskap. En það hefi ég heyrt, að ein alþýðukona öldruð
hafi sent Valdimar 1100 vísur, sem hún kunni.
Ég byggi það á þessum líkum öllum saman, að konur í
fornöld muni hafa kunnað ógrynni skáldakvæða og sagna. Éær
hafa vafalaust átt mjög mikinn þátt í því, að þessir fjársjóðir
geymdust og gengu frá kyni til kyns. Sögurnar benda í þá átt,
þó fáorðar séu, að konurnarEafi verið fróðar. Éær komast þann-
ig að orði oft og víða, að þessi kona, eða hin, hafi »kunnað margt
í fornum fræðum«. Pessi »fornu fræði* vóru fyrst og fremst fjöl-
kyngi. En í sambandi við fjölkyngina stóðu rúnir og skáldskapur.
Éegar sagt er, að einhver kona hafi kunnað margt í fornum fræð-
um, þá er það þar með sagt, að sú kona hafi og þekt rúnir og
kunnað forn fræði.
það sést skýrt í l’orímns sögu karlsefnis, að seiðkonur fengu
ekki framið seið sinn, nema því aðeins, að kvæði væru sungin
um leið. Sú hét Éorbjörg, er seiðinn framdi á Grænlandi. Hún
kvaðst ekki geta seiðinn framið, nema'kona fengist, sem kynni
það kvæði, er hét Varðlokkur. Éað er eftirtektavert, hvernig
sagan kemst að orði um þetta. Hún kveður að orði á þessa leið:
»Porbjörg bað fá sér kotiur þær, er kynnu fræði þat, er til seiðs-
ins þarf. En þær konur fundust eigi.« Af þessu er það augljóst,
að búist var við, að konur kynnu kvæðið, heldur en karlmenn.
Þetta bendir til þess, að konur hafi kuttnað yfirleitt meira af
skáldskap, heldur en karlar. Og í þetta sinn brást það ekki,
þegar leitað var um bæinn nákvæmlega. Par var sú kona ein, er
kunni kvæðið. Hún hét Guðríður og var kristinnar trúar. Hún
mælti: »Hvorki er ek fjölkunnug né vísindakona, en þó kendi
Halldís fóstra mín mér á Islandi þat kvæði, er hún kallaði Varð-
lokkur.«
Parna kemur fóstran í ljós enn þá einu sinni. Fóstran gamla
var kennari unga fólksins í fornöld. Fóstrurnar héldu við menn-
ingu og listum á þennan hátt. Peim eigum vér að þakka, að
miklu leyti, geymslu og varðveizlu kvæðanna ódauðlegu, sem
ýmsar þjóðir eigna sér, en enginn maður veit, hver ort hefir, en
vér einir höfum varðveitt.
Puríður Snorradóttir, goða, var kölluð Puríður spaka. Ari