Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Page 21

Eimreiðin - 01.01.1912, Page 21
21 fróði nam að henni ýmsa fræði, og er þess getið berum orðum í Islendingabók. Petta eru meira en líkur. Petta eru sannanir fyrir því, að konur í fornöld hafa varðveitt sögur og kvæði í minni sínu og kent fræði sín kynslóð eftir kynslóð, þangað til rit- listin kom til sögunnar og kom skipulagi á alt saman. Pað sést og á sögunum, að konur í fornöld vóru glöggskygnar á skáld- skap og skildu torveldar vísur. — Gísli Súrsson var skáld gott og reyndar með afbrigðum, enda var hann mesti listamaður í öllum greinum, þótt hann væri ekki gæfumaður. Hann gerði vísu eina um víg Porgríms goða, mágs síns, og gat þess þar, að hann hefði vegið Porgrím. Sú vísa er svo torveld að skilja, að fáar fornvísur eru þvílíkar að torveldi. Hann kvað vísuna einu sinni í áheyrn systur sinnar, ekkju Porgríms. Og þá nam hún vísuna og fékk ráðið hana. Sú kona, sem þetta gat, hún hefir verið all-vel að sér ger og glöggsæ á fornan fróðleik, skáldskap og goðafræöi. Og hún hefir víst ekki verið ein sér um þessa hitu. Sögurnar þegja um þau efni oftast nær, af því að þau snerta ekki söguþráðinn. En í þetta sinn snart systir Gísla söguþráðinn með skilningi sínum á vísunni; því að hún ljóstraði upp leyndarmáli Gísla og vígsökinni. Og varð þessi djúpskygni konunnar undirrót að sekt Gísla, út- legð og æfilokum. * * * Ég hefi nú fært ýmsar líkur að því, að fornmenn hafi skoð- að konurnar svo sem jafningja sína, að hæfileikum og manngildi. Peir fengu einnig að þreifa á því stundum, að þær vóru vel viti bornar og skörungar í skapi. — Ragnar konungur loðbrók var skáld, og hervíkingur svo mikill, að hann sigldi tveim knörum til Englands og hugðist mundi leggja það undir sig með þessu litla liði. Hann brendi skip sín, þegar hann kom fótum á land. Og er það haft að orðtaki síðan, að sá maður hafi brent skip sín, sem eigi hyggur á flótta. En kona hans, Áslaug drotning, var og skáld, og hún fór í leiðangur til hefnda eftir stjúpsonu sína. Einar þambarskelfir var afarmenni svo mikið, að hann barðist frækileg- ast allra manna, sem vóru á Orminum langa, og þó var hann þá ekki nema 18 vetra. Hann var og svo mikill kjarkmaður, ab hann

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.