Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Síða 22

Eimreiðin - 01.01.1912, Síða 22
22 bauð byrgin Eiríki og Sveini Hákonarsonum. Eeir vóru jarlar og mikilmenni. Eitiar vægði þó ekki fyrri fyrir þeim, en þeir giftu honum Bergljótu systur sína. Síðan stóð hann uppi í hárinu á Ólafi konungi Haraldssyni og loksins horfðist hatin í augu við Harald konung harðráða, þar til konungur sá sveik hann og myrti, Einar var þessi maður fyrir sér. En kona hans, Bergljót, var svo mikill skörungur, að hún ætlaði að berjast við Einar á þingi. Hún bjóst við, að Einar mundi vilja drepa Halldór Snorrason. En hún vildi veita honum lið. Bá tók hún þetta ráð, að safna sér liði. Guðrún Ósvífrsdóttur hét á menn sína, þegar hún sat á brúðarbekkinum í fjórða sinn og ætlaði að etja kappi við brúð- guma sinn, Borkel Eyjúlfsson. Hann vildi vega Gunnar Biðranda- bana, sem þar var að veizlunni. En Guðrún hafði heitið hon- um ásjá. Bergþóra kona Njáls réð hjón til handa sér og Njáli, engu síður en hann. Porbjörg digra gaf Gretti grið, þegar bændur tóku hann sofandi, bundu og vildu hengja. Pað var dirfskubragð mikið, því að Grettir var orpinn stórum sökum og mikilli óhelgi. Hann var skógarmaður og gripdeildarmaður og vígamaður. Borgerður Egilsdóttir ætlaði til hefnda eftir Kjartan son sinn, ásamt sonum sínum. Móðir Vígabarða ætlaði og til hefnda með honum suður í Borgarfjörð, norðan úr Húnaþingi. Bannig vóru konur í fornöld skapi farnar. Skörungsskapur- inn hélzt í hendur við eld-öra tilfinningu, sem engin bönd fengu haldið. Nú kem ég að aðal-efni málsins, en það er þetta: Hvaða þátt áttu konurnar í því, að leggja til efnið í sögurnar? Engum getum þarf að leiða um þetta. Sögurnar eru þar sjálfar til svara. Bar þarf ekki um að villast, né lesa milli línanna. konurnar eru undirrót annarrarhvorrar sögu í fornöld, hér í landi að minsta kosti, konurnar sem sitja í dyngjunum, þótt þær bæru eigi vopn né herklæði. Fegurð þeirra og tilfinningar ollu því, og orð þeirra. Barna spunnu þær örlagaþræðina, undu þá í hnoðu og köstuðu þeim fyrir fætur skálda og íþróttamanna. Karlmenn- irnir héldu í þráðarendann, en hnoðun ultu undan þeim fram að kumblinu þeirra, eða út á hafið. Njála er frægust allra íslendingasagna. Hún hefst með því

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.