Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Page 24

Eimreiðin - 01.01.1912, Page 24
24 Pá er Laxdælasaga — gulli búin að málsnild, en blóði drifin og sársauka þrungin bak við málsnildina. Sú saga mætti reyndar heita saga Guðrúnar Ósvífrsdóttur. Hún kemur svo mikið við þá sögu. Guðrún er aðal-þungamiðja sögunnar og möndullinn, sem atburðirnir velta á. Guðrún hafði alt til að bera, sem söguhetja þurfti að hafa í fornöld, til þess að verða nafntoguð. Vit og skör- ungsskap, heift og langrækni. Njála og Laxdæla eru jafnan taldar fremstar Islendingasagna að efni og búningi, og hefi ég drepið á, hve mikinn þátt kon- urnar áttú í því, að þær sögur gerðust. Pá er enn Gíslasaga Súrssonar, þriðja snildarsagan að ritlist og áhrifa-auðlegð. Engin saga hefir gengið nær hjarta mínu en hún. Og harður verður sá maður að vera, sem les hana með köldu blóði. Hún er saga Auðar, konu Gísla, engu siður en saga hans, frá því fyrsta og til hins síðasta dægurs, sem hannj lifði. Par er sú kona, sem er bezt allra kvenna í fornum fræðum. Sagan hefst verulega, þar sem konurnar sitja í dyngjunni, húsfreyjur þeirra bræðra, Gísla og Lorkels, og halda á saumum sínum. Pær hugðu sig vera einar og töluðu því margt. Pær töl- uðu um ástir sínar, sem verið höfðu eitthvað á reiki — eins og gengur og gerist. Eti oft er í holti heyrandi nær. Porkell bóndi var þar hjá dyngjunni og heyrði hvert orð. Hann heyrði það af vörum þeirra, að kona hans hafði hug á öðrum manni. Og þótt hún léti þess getið, að »engin mannskemd hefði fylgt þeim málum«, þoldi hann þó ekki svo búið. Og af þessari kvennamælgi orsakaðist alt það vígaferli, sem Gísli Súrsson vafðist í. Og af þeim sökum varð hann skógarmaður og loksins hlaut hann bana af þessu gáleysis- hjali kvennanna. Annars var Gísli sjálfur lausmáll, þótt snildarmaður væri fyr- ir flestra hluta sakir. Hann kom mannsmorði upp um sjálfan sig á þann hátt, að hann kvað vísu eina, sem lýsti víginu á hendur honum. Vísan var afartorskilin. En Pórdís systir hans heyrði hana og skildi. Og hún ljóstraði málinu upp. Pá varð Gísli sekur skógarmaður og fór huldu höfði. Pá komu fram kvenkostir konu hans. Hún fylgdi honum í útlegðinni öðru hverju. Og seinast fór hún með honum upp á kleifarnar í Geirþjófsfirði og barðist þar með honum við ofurefli og hafði trélurk að vopni.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.