Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Qupperneq 27

Eimreiðin - 01.01.1912, Qupperneq 27
27 er orsök þess að allsherjarríki er stofnað í Noregi. Hún er orsök þess, að saga Noregs hefst. Hún er völd að landnámi Islands. Og hún er undirrót sagnfræði og skáldskapar gullaldarinnar. Saga og skáldskapur forfeðra vorra fékk friðland og griða- skjól hérna í fámenninu. Pau mundu eigi hafa náð blóma sínum í Noregi, ef þar hefði haldist fylkjaskiputi og smákonunga-þjóðlíf, því líkt sem var þar í landi fram að dögum Haralds hárfagra. Eg þekki engin orð í styrjaldar-árbókum veraldarinnar, sem reynst hafa svo »magni þrungin og megintíri« sem þessi ögr- unarorð Gyðu konungsdóttur. Og hún hefir ekki meira fyrir verki sínu en þetta: að tala fáein orð og benda fingri sínum í ákveðna átt. Pví líkt er sem hún drepi fingri sínum á litla leynifjöður læstra laundyra. Og þá hrekkur opið völundarhús, sem hefir svo mörg herbergi, að enginn fær talið. Jón sagnfræðingur efast um, að þessi saga sé annað en skálda- skrök. Hann færir þá ástæðu eina, og aleina, fyrir véfenging sinni, að Haraldur konungur hafi verið sá maður, sem þekti köllun sína. En þarna hefir Jóni skotist, þótt skýr sé, að því er ég hygg. Allir menn verða fyrir áhrifum annarra manna; því að eng- inn er algjör af sjálfsdáðum. Sagt er það, til dæmis að taka, um spekinginn Búddha, trúarbragðahöfund Indverja, að hann hafi fyrst fallið í djúpar hugsanir um lífið og leyndardóma þess, þegar hann mætti lík- fylgd á borgarstræti. Móses var mikilmenni á sinni tíð, og þó varð atvik eitt vald- andi þess, að hann fórnaði kröftum sínutm fyrir þjóðflokk sinn. Ótal dæmi mætti telja þessu lík. Og hverjum sagnaritara mundi hafa hugkvæmst, að búa til þá sögusógn, að yngismær ein hafi komið Haraldi konungi til þess, að hefjast handa og leggja undir sig Noreg? Fornmenn gerðu ekki þessháttar skáldsögur. Og nú á dög- um eru þær ekki samdar heldur Og víst hefir kvenþjóðin verið komin til mikilla metorða í því landi, sem Gyða lifði í, þegar hún bauð Haraldi byrgin og sendi honum orð sín með þeim mönnum, sem áttu að taka hana. Hún er eins og stjarna í austrinu — eins og morgunstjarna á söguhimninum norræna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.