Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Side 29

Eimreiðin - 01.01.1912, Side 29
29 deildir. Þegar þessir dagar eru frá taldir, verða eftir 364 dagar eða réttar 52 vikur, sem skifta skal í fjóra ársfjórðunga, og hver þeirra 13 vikur. En þá er vandinn að komast hjá því, að nokkurntíma þurfi að hluta nokkra viku í sundur við skifting ársins i mánuði. Og úr þeirri þraut á að leysa með því, að láta jafnan eina viku vera tíma- hluta eða árshluta út af fyrir sig, á eftir hverjum ársfjórðungi. Hver ársfjórðungur verður þá 3 mánuðir, hver mánuður 4 vikur, og hver vika 7 dagar. Fyrsti ársfjórðungurinn verður þá: janúar, febrúar og marz, og hver þeirra 28 dagar. Því næst kemur A-vikan, sem svo er kölluð, 7 dagar. Þá byrjar annar ársfjórðungur: apríl maí og júní, og hver þeirra 28 dagar, en því næst B-vikan, og svo koll af kolli til ársloka. Þessir 12 jöfnu mánuðir og 4 vikur verða nú 364 dagar, en 365. dagurinn er nýjársdagur, sem ekki er talinn með, en látinn vera næsti dagur á undan 1. janúar. Aftur er hlaupársdagurinn, þegar hann kemur fjórða hvert ár, látinn vera næsti dagur á undan 1. júlí. Samkvæmt þessu tímatali verður hinn I., 8., 13., og 22. í hverjum mánuði, árið um kring og ár eftir ár, jafnan sunnudagur, og eins verð- ur fyrsti dagurinn i A-, B-, C-, og D-vikunum náttúrlega líka ávalt sunnudagur. Mánudagurinn verður ætíð hinn 2,. 9,. 16., 23. o. s. frv., svo að hver vikudagur hefir sína fastákveðnu og óhagganlegu mán- aðardaga. Páskarnir eiga ætíð að vera 8. apríl, hvítsunnan 1. júní og jóla- dagurinn sunnudaginn í D-vikunni, síðustu viku ársins, næst á undan nýjársdeginum. — Um nöfn á innskotsvikunum hafa komið fram ýmsar tillögur. Þessar breytingar á timatalinu eru augsýnilega mjög haganlegar. Þær voru ræddar á alþjóða-verzlunarþingi, sem haldið var i Lundúnum 1910, og að þeim gerður mikill rómur og talið mjög æskilegt, að þær eða einhver sviplík breyting kæmist á. Er því ekki ósennilegt, að þau verði endalokin, þó þess verði kannske nokkuð að bíða enn þá. V. G. Fljótustu hraðlestir í heimi. Af hraðlestum, sem fara 80 km. (rastir) eða meira á kl.stund eru á Þýzkalandi 30, Frakklandi 32 og Englandi 42. Þó getur engin hrað- lest á Þýzkalandi haldið svo mikilli ferð lengur en 500 km. En á Eng- landi eru 5 og á Frakklandi 6 hraðlestir, sem fara 80 — 85 km. á kl.stund, þó vegalengdin sé 500—800 km. Með slíkum hraðlestum mundu menn geta farið á 4 kl.stundum milli Reykjavíkur og Akureyrar, eða jafnvel enn styttri tíma. Fljótasta hraðlestin í Evrópu er sú, sem fer milli Bristol og Lundúna. Vegalengdin er 191 km. og lestin er ekki nema 2 kl,- stundir á leiðinni. Á milli Lundúna og Manchester ganga margar lest- ir með 83 km. meðalhraða. Bezta Edínborgar-hraðlestin hefir fyrstu 6 kl.stundirnar "83 km. hraða, en úr því dregur nokkuð úr hraðanum.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.