Eimreiðin - 01.01.1912, Page 30
3°
Á Frakklandi hefir tekist að ná enn meiri hraða. Síðdegislestin frá París
til Lille fer alla þá leið með 87 km. hraða að meðaltali, en til Arras
er hraðinn 94 km. Fljótust allra langferða-lesta, sem enn eru til, er
hin fræga Biarritz-hraðlest. Vegalengdin er 800 km., og meðalhraðinn
82,5 km., en til Bordeaux er hann 87 km. Morgunlestin til Marseille
hefir líka rúmlega 82 km. meðalhraða, þó vegalengdin sé 800 km. Á
Þýzkalandi eru fljótustu hraðlestirnar þær, sem ganga á millum Ber-
línar og Halle og Berlínar og Hamborgar og hafa sumar þeirra 84—
88 km. hraða, en geta ekki haldið honum lengur en 2—3 kl.stundir.
Á Suður-þýzkalandi er fljótasta lestin milli Offenbach og Karlsruhe með
87 km. hraða.
í Bandaríkjunum er meðalhraði langferðalesta aldrei meiri en 60
— 70 km., og eru menn því 6^/2—7 daga á leiðinni milli San Fran-
ciskó og New York yfir þvera Ameríku. En nú hafa tveir járnbrauta-
kóngar tekið sig saman um að setja í gang hraðlest, er fari alla þessa
leið á 5 dögum, og styttist þá ferðin um 36 kl.stundir. Mestum járn-
brautahraða hafa menn í Bandaríkjunum náð við sérstök tækifæri, er
járnbrautakóngar hafa þurft að flýta sér að dánarbeði ættingja eða
þvíumlíkt. Þannig fór einusinni einn þeirra á milli New York og Chica-
gó á 16-72 kl st. að meðtöldum stuttum viðdvölum á nokkrum milli-
stöðvum. Vegalengdin er 1543 km. og hefir því meðalhraðinn verið
93 km. Annar fór á 77 mínútum milli Buffaló og Erie, og þar sem
vegalengdin er 140,8 km., hefir meðalhraðinn verið 109,7 km.
Á Þýzkalandi búast menn við að geta komið lestahraðanum upp
í 120 lcm. á kl.stund, en enn er það ekki nema bollalegging á papp-
írnum.
Holdskurður.
Vér sáum nýlega í einhveiju íslenzku blaði — vér munum ekki
hvar — einhvern nafnleysingja halda því fram, að orðið sholdskurðurs
væri rangt; það ætti að heita »holskurður«. Oss varði þá sfzt, að
nokkur mundi verða til að hlaupa eftir slíkri kenningu, en síðan höf-
um vér þó séð annað blað nota einmitt orðið »holskurð«, og virðist
þvf ekki vanþörf á, að kveða þetta fleipur niður, áður en fleiri stranda
á því í hugsunarleysi. Það mun og standa Eimr. næst, því vér hyggj-
um, að hún hafi fyrst (1896) notað orðið »holdskurð« (Eimr. II, 78),
— eins og orðið »gagnrýni« og fleiri önnur nýyrði, sem nú eru orðin
algeng.
Pað, sem um er að ræða, er að fá viðunandi íslenzkt heiti á því,
sem á læknamáli kallast ^óperatióni-. Nú er það ekkert einkenni á
»óperatión«, að menn séu skornir á hol, en annað getur þó orðið
»holskurður« ekki táknað. »Öperatiónin« getur verið þess eðlis, en þarf
ekki að vera það, og er það meira að segja sjaldnar en hitt. Aftur
hafa allar »óperatiónir« það sameiginlegt, að skorið er í holdið og oft