Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Síða 33

Eimreiðin - 01.01.1912, Síða 33
33 um vert, en nú mestur skortur á með þjóð vorri. Hún eflir og- skapar fjör og framkvæmdarlíf, áræði og snarræði, kjark og vilja- þrótt. Á öllu þessu þurfa menn að halda við íþróttaæfingarnar, og verður því hið sama tamt, þegar þeir eiga að fara að heyja lífsleikinn á fullorðinsskeiðinu. Sú þjóð, sem mikla rækt leggur við líkamsmentunina, mun því jafnan reynast duglegri og tápmeiri en hin, sem hana vanrækir. Um þetta fer dr. Valtýr Guðmundsson svo feldum orðum í Eimr. XIV, 155: »Hve mikilsverð góð líkamsmentun er fyrir þjóðirnar, má á vorum dögum bezt sjá á Englendingum. Hjá þeim stendur lík- amsmentunin hæst, og þeir eru líka fremsta þjóð heimsins. Getur verið, að mörgum þyki það öfgar, að þakka þetta líkamsmentun þeirra, en það mun þó sannast, að einmitt henni sé þetta að þakka framar nokkru öðru. Í*ví einmitt við líkamsmentunina þrosk- ast bezt ýmsir af þeim andlegu hæfileikum, sem gera menn fær- asta í samkepni og baráttu lífsins. En í rauninni ættum vér ís- lendingar ekki að þurfa að sækja þá speki til Englendinga. Pví allar okkar fornsögur ættu að sýna okkur þetta betur en nokkuð annað. Meðan líkamsmentunin stóð í blóma á Islandi, þá áttum vér gnótt mikilmenna, — ekki aðeins líkamlegra, heldur og and- legra. Pá vóru menn hér á landi ekki einungis knáir og karlmann- legir, hugaðir og snarráðir, heldur líka spekingar að viti og reynd- ir að drengskap. Pá var líka fjörið og Hfsgleðin margfalt meiri í landinu, en upp af henni vex jafnan dugur og framkvæmdir, þar sem hins vegar deyfðin og þunglyndið gerir menn að dáðleys- ingjum. En jafnótt og líkamsmentuninni hnignaði, að sama skapi gengu þessir eiginleikar forfeðra vorra til þurðar, og því lengra sem leið, því meiri varð roluskapurinn. Pað er því sannarlega vel gert að hefjast nú handa og prédika gildi líkamsmentunarinnar inn í landslýðinn, ekki með orðum einum, — því þá mundi lítið á vinnast, — heldur og í verki. Og þar sem Ungmennafélög þau, sem nú eru að rísa upp, hafa einmitt sett sér það mark, að vinna að þessu, þá ætti að styðja þau og styrkja til þess á allar lundir.« Pessi ummæli sýna, að sumum af hinum eldri mönnum vor- um er ekki síður en hinum yngri fyllilega ljóst, hvers virði lík- amsmentunin er fyrir þjóðirnar. Og við þau dæmi, sem dr. Val- týr nefnir, má enn bæta við því, að benda á Grikki í fornöld. Hjá engri þjóð hefir líkamsmentunin og allskonar íþróttir staðið á 3

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.