Eimreiðin - 01.01.1912, Page 34
34
jafnháu stigi og hjá þeim. Og hvað sjáum við? Einmitt á sama
tíma og íþróttalíf þeirra stóð með mestum blóma, þá komst
hreysti þeirra, fegurðarsmekkur, listir, speki og skáldskapur á
hæst stig — hærra stig en hjá nokkurri annarri þjóð fyr eða síðar.
En íþróttalífinu hnignaði — og öllu öðru hnignaði líka og þjóðin
varð undirlægja annarra.
Að Rómverjar kunnu að meta líkamsmentunina og álitu, að
hún yrði að verða samfara mentun andans, sýnir hið alkunna
máltæki þeirra: mens sana in corþore sano—\\&\\ sál í hraust-
um búk. Peim var ljóst, að skilyrðið fyrir því, að sálin gæti
verið alheil, væri það, að hún ætti sér heilsusamlegan bústað,
byggi í hraustum líkama. Við sjáum líka, að þegar líkaminn fer
mjög að hrörna hjá gamalmennum, þá lætur sálin einnig á sjá.
Menn verða aftur eins og börn með óþroskuðum líkama: »ganga
í barndómic.
Um sögu íslenzka íþróttalífsins á umliðnum öldum og fram
undir síðustu aldamót (1900) má lesa í hinu fróðlega riti Ólafs
Davíðssonar »íslenzkar skemtanir«, sem Bókmentafélagið hefir út
gefið, og um íþróttir fornmanna sérstaklega í hinni íslenzku út-
gáfu af doktorsritgerð dr. Bjorns Bjarnasotiar. Er harla sorglegt
að sjá, hve afturförin gat orðið mikil hjá því sem áður var, og
skal sú raunasaga ekki hér rakin. Tilraunir þær, sem gerðar vóru
á 19. öldinni til að blása nýjum lífsanda í íþróttir vorar, reynd-
ust allar svo máttlausar og árangurslitlar, að ekki virðist heldur
ómaksins vert að rekja hér sögu þeirra. En um aldamótin eða
rétt eftir þau rís hér upp ný alda í íþróttalífinu, sem vonandi
reynist svo öflug og áhrifamikil, að ekki verði um hana sagt, að
»hún verði til og deyi um leið«. Og það er saga þessarar öldu,
sem hér skal reynt að rekja. Pví þó húti nái ekki yfir nema hér-
umbil 6 ára bil, þar sem telja má að hútt hefjist með árinu 1905,
þá hefir hún þó verið svo viöburðarík, að margs er hér að minn-
ast, sem bendir á, að verulegur árroði sé nú aftur að færast yfir
íþróttahimin vorn eftir svefnmókið mikla og nóttina löngu.
GRETTIR OG ÍSLANDSBELTIÐ. Panti 17. febrúar 1906
stofnuðu 10 meðal hinna eldri borgara á Akureyri félag, er nefn-
ist ^íþróttafélagið Grettíri.. Var ákveðið, að félagsmenn skyldu
ekki fleiri verða ett 15, og það urðu þeir bráðlega og hafa verið
síðan, formaður félagsins er Karl Sigurjónsson, söðlasmiður á
Akureyri.