Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Side 37

Eimreiðin - 01.01.1912, Side 37
37 tal um glímu þessa um alt land, og litu ekki allir einn veg á málið, eins og gengur. Skal hér engri skuld kasta á einstaka menn, en geta má þó þess, að slíkt hefir aldrei fyrir komið við kappglímur í Reykjavík. Par hefir aldrei orðið misldíð eða ágrein- ingur um byltur, og því alt gengið í mesta bróðerni, þótt hver hafi gert þaö, sem hann gat, meðan á leik stóð. Jóhannes Jó- sepsson vann hér Islandsbeltið í ann- að sinn, og þótti mörgum leitt, að enginn skyldi koma úr Reykjavík; því þar átti Jóhannes sína skæðustu keppi- nauta, eins og sýnt hafði sig sumarið áður (2. ág. 1907) á Pingvöllum, er glímt var í augsýn konungs og ríkis- þingsmanna og alls þess mikla mann- safnaðar, er þar var saman kominn. ?ar hafði Jóhannes heit- strengt að standa, en svo fór þó, að hann bar lægra hlut í glímunni, fyrst fyr- ir Sigurjóni Péturs- syni, og því næst fyrir Hallgrími Benediktssyni (sbr. »snarlega Hallgrímur kappan- um brá — og Jóhannes flatur í lynginu lá«). Vöktu þau úrslit bæði gleði og gremju, því mjög hækkaði brúnin á Sunnlending- um, en Norðlendingum mun hafa miður þótt eða fátt um fundist, er meistari þeirra, »glímukappi Islands«, var að velli lagður. Fjórða Íslandsglíman var og háð á Akureyri, 17. júní 1910, í sambandi við íþróttamótið, sem Ungmennafélögin nyrðra geng- GUÐM. A. STEFANSSON.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.