Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 44

Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 44
44 1 þessari skjaldarglímu tóku þátt: Hallgr. Benediktsson, Guðm. A. Stefánsson, Halldór Hansen, Pétur Gunnlaugsson og Sigurjón Pétursson. Var glímunni fylgt með miklum áhuga og forvitni af áhorfenda hálfu, því menn vissu, að Guðm. A. Stefánsson hafði unnið Islandsbeltið á Akureyri sumarið áður, og bjuggust jafnvel við, að hann mundi bera alla ofurliði. En svo fóru leikar, er máske sízt varði, að Sigurjón Pétursson vann Ármannsskjöldinn í þetta sinn. Var þessi skjaldarglíma enn tilkomumikil og fór vel fram að vanda. Vóru keppinautar allir næsta jafnir, enda stóðu sumar glímurnar svo lengi yfir, að hvíldir varð að taka milli leikja. Fjórða skjaldarglíman var og háð í »Iðnó«, i. febr. 1911. Hafði nú keppendum fjölgað, svo að nú keptu alls 11 um skjöld- inn. Fór þessi glíma hið bezta fram sem aðrar kappglímur »Ár- manns«, og bar Sigurjón enn sigur úr býtum og vann nú Ár- mannsskjöldinn í annað sinn. PlNGVALLAGLÍMAN. Pegar verið er að rekja sögu »Ár manns«, verður líka að minnast á hina frægu Pingvallaglímu 1907 í viðurvist konungs, ríkisþingsmanna, alþingis og annarra karla og kvenna hundruðum saman. Sjálfsagt hefir engin glíma hér á landi verið sótt með jafnmiklum »spenningi« eins og sú glíma. Var það ekki sízt fyrir ummæli þáverandi glímukappa Islands, Jóhannesar Jósepssonar, er hann heitstrengdi að halda þar velli, hverjum sem væri að mæta. Pótti sumum þau ummæli nokkuð digurmælt, en bjuggust þó við, að hann mundi geta staðið við þau, þar sem hann hafði fám mánuðum áður unnið svo frægan sigur í íslands- glímu á Akureyri. En eftir var þó að vita, hve vel Sunnlendingar hefðu undirbúið sig, því þeir ætluðu nú að verða með í leiknum. í þessari glímu tóku þátt: Jóhannes Jósepsson, Hallgr. Bene- diktsson, Guðm. A. Stefánsson, Sigurjón Pétursson, Snorri Einars- son, Árni Helgason og Guðbr. Magnússon(?). Var eftirvæntingin og umtalið um hana afarmikið og menn biðu með óþreyju þeirrar stundar, er glíma átti. Á dagskrá hátíðarinnar stóð, að fangbrögð skyldu hafin kl. 4 síðd. á danspallinum, og þá streymdi líka allur þingheimur þangað. Hljómaði þá og suðaði í sífellu fyrir eyrum glímumannanna: »standið ykkur, standið ykkur«, og kom sú hvöt þeim til að hitna uffl hjartaræturnar, ekki sízt þar sem flestir gerðu sér víst litla von um annað, en að verða að lúta lágt fyrir glímukappanum norðlenzka. Pað dró heldur ekki úr hitanum, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.