Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Síða 46

Eimreiðin - 01.01.1912, Síða 46
4 6 þessir fyrir valinu: Páll Guttormsson frá Seyðisfirði, Pétur Sig- fússon frá Húsavík, Jóhannes Jósepsson og Jón Pálsson frá Akur- eyri, Hallgrímur Benediktsson, Guðm. Sigurjónsson og Sigurjón Pétursson úr Rvík. Lundúnafararnir glímdu í Rvík, áður en þeir lögðu af stað, og þótti þá sýnt, að Sunnlendingarnir stæðu hinum framar bæði að kunnáttu og styrkleik. I Lundúnum sýndu þeir íslenzka glímu daginn áður en ólympsku leikirnir hófust. Var þann dag hátíð mikil á ieikvanginum (Stadíon), og fór þar fram leikfimi, skeið- 8. LUNDÚNAFARARNIR 1908. (1. Jóhannes Jósepsson. 2. Hallgr. Benediktsson. 3. Guðm. Sigurjónsson. 4. Sigurj. Pétursson. 5. Páll Guttormsson. 6. Jón Pálsson. 7. Pétur Sigfússon.) hlaup, ganga og glíinur. íslenzka glíman vakti þar hina mestu eftirtekt meðal íþróttamanna og áhorfenda, er áttu erfitt með að botna í, hvernig farið væri aö leik þessum. Myndir vóru ótæpt teknar af glímumönnunum og komu þær svo út í blöðunum næstu dagana á eftir. Meðan á ólympsku leikjunum stóð, urðu glímumennirnir að halda kyrru fyrir í Lundúnum. því síðasta leikdaginn áttu þeir að sýna glímuna aftur. Pá var verðlaunum útbýtt og sund háð, hlaup og glímur. En ekki þurftu þeir að vera iðjulausir meðan á biðinni stóð, því stjórnendur leikhússins »Ólympía« föluðu þá, til þess að

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.