Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Page 51

Eimreiðin - 01.01.1912, Page 51
5i Kapphlaup vóru háð af ungum drengjum og ganga, sem ekki var neitt tiltakanlega afreksmikil, þar eö skeiðið var stutt. Bezta skemtunin var að sjá sundmennina. Þar synti sund- kennari L. J. Rist björgunarsund af mikilli list, og margir af lærisveinum hans syntu þar líka sérlega vel. I kappsundi yfir 100 stikur varð Stefán Thórar- e n s e n fyrstur, á 120^/5 sek., en í kapp- sundi yfir 50 stikur varð Björn Arnórs- s o n fyrst- ur, á 5 5 sek. Nógu fróð- legt er að bera þetta saman við sunnlenzku sundmenn- ina og sjá, hverjir eru hraðari í vatninu. Rist sundkenn- ari er einn af þeim mönnum, er vakið hefir mjög mikinn áhuga hjá ungum mönnum í sínu héraði fyrir íþróttum, sérstaklega sundlist og leikfimi. Hann hefir kent mörgum leikfimi nyrðra, og honum mun það að þakka manna mest, hve nú eru margir syndir orðnir á Akureyri, Húsavík og víðar á Norðurlandi. Hann sjálfur hefir getið sér frægan orðstír fyrir sund, og fyrstur allra sundmanna þessarar aldar synti hann 9. L. J. RIST (í sjóklæðum). 4'

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.