Eimreiðin - 01.01.1912, Síða 54
54
kæmi meö leikfimisflokk sinn að norðan á leikmót Ungmennafé-
laga Islands 1911, og hamlaði það eitt, að menn gátu ekki feng-
ið sig lausa frá atvinnu sinni. Var það leitt mjög, að Akureyring-
arnir skyldu ekki geta komið suður, því sú för hefði sjálfsagt
orðið þeim til mikils sóma. Peir af leikfimisnemendum Rists, sem
kostur hefir verið að kynnast í Rvík, hafa sýnt, að þeir hafa átt
góðan kennara, og má því gera ráð fyrir, að sýning hans hefði
orðið framúrskarandi.
Pað er annars sárt, hve mörgum húsbændum hættir til að
líta hornauga til íþrótta og allra líkamsæfinga. Pað ætti þó að
liggja í augum uppi, að talsverðir kostir geta verið því samfara,
að hafa íþróttamenn í þjónustu sinni. f*ví íþróttamaðurinn verður
sjaldan eða aldrei veikur og er jafnan glaður og ánægður við
vinnuna, sem kemur af því, að honum líður vel líkamlega og and-
lega. Hann verður því líka miklu færari en aðrir til að taka að
að sér hverskonar vinnu og þolbezti þjónninn, sem vinnuveitand-
inn getur fengið. fað mun því sannarlega margborga sig, þó hann
verði einhverntíma frá að hverfa til líkamsæfinga,— og það hefðu
húsbændur leikfimisflokksins norðlenzka átt að athuga.
Íþróttalífið norðanlands hefir verið heldur dauft þann tíma
ársins, sem engin leikmót hafa verið í undirbúningi. En 17. júní
1910 var haldið leikmót á Húsavík. Veðrið var gott og fagurt,
en það þótti helzt á vanta, hve fáir íþróttamenn tóku þátt í mót-
inu. Var það illa farið, hve áhuginn reyndist þá lítill, því hann
ætti reyndar að fara því meir vaxandi, því oftar sem leikmótin
eru haldin. Á leikmóti þessu fóru þó fram kapphlaup, há-
stökk, langstökk, glímur og sund. En með því að enginn
af sipurvegurunum stóð sig eins vel og á Akureyrarleikmótinu
árið á undan (1909), gerist ekki þörf á að telja þá upp hér.— En
þó leitt sé að vita til hluttökuleysis manna í slíkum kappleikjum
sem þessum, þá eiga þó Ungmennafélögin þökk og heiður skilinn
fyrir forgönguna; og haldi þau áfram — sem vonandi er — þá
mun sá tími koma, er menn fara að skilja þessa starfsemi og
virða — og leggja sjálfa sig í líma til að endurvekja hreystina í
landinu.
Sú hugsun kom líka fram 17. júní 1911. Eann dag hófust
mikil leikmót bæði á Akureyri og í Rvík. Um sigurvegara á
Akureyrarleikmótinu er oss ekki kunnugt, en þar fóru fram
kapphlaup (100 stikur), stökk (langstökk, hástökk) hjólreið-