Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Side 59

Eimreiðin - 01.01.1912, Side 59
59 Magnús Brynjólfsson var sjálfframi (self made man). En hann stærði sig aldrei af því. Hann var ekki einn af þeim mönnum, sem gera mikið úr þeim erfiðleikum, er þeir sigrast á, svo að menn skuli fá meira traust á þeim fyrir þá baráttu, er þeir hafi átt í. En hann var meðlimur stórrar fjölskyldu, sem flutt hafði til þessa nýja lands, reist sér smábú á ýmsum stöðum og aukið þau og bætt eftir föngum. Gæöi þessa heims fossuðu ekki inn á þessi bjargálna frumbýlingsheimili, og þessi ágætis borgari, sem vér nýskeð höfum átt á bak að sjá, átti við margt misjafnt að stríða, meðan hann var að búa sig undir lífsstarf sitt. Hann gerði hverjum degi sín skil, en hafði ekki í hámæli, hvað hann hafði fyrir stafni. Lúinn var hlutskifti hans og hörkuvinna, það sem hann átti í vændum með morgundeginum. En hann hélt ótrauður áfram, og smátt og smátt hafði hann sig fram úr öllum þreytu- störfunum, svo að bera tók á honum, og smámsaman í fyrstu, en því næst hröðum fetum, kom svo viðurkenningin, sem hann hafði svo margfaldlega til unnið. Um fertugt var hann kominn í feikiálit hjá þjóðinni. Eað var svo mikið af sönnu manngildi í lífi Magnúsar Bryn- jólfssonar, en yfirlætisleysið þó svo frámunalegt. Pað var svo mikið af hreinni og ósvikinni göfgi í öllu hans lífi, og það svo laust við allan tvíveðrungsskap, að lát þessa aðalsmanns virðist miklu fremur geta heitið ríkistjón, en héraðsbrestur eða missir fyr- ir heimafylki það, er unni honum svo heitt. Áhrifin af lífi Magnúsar Brynjólfssonar munu vara um ókom- in ár, og kenna þeim af yngri kynslóðinni, er fremst vilja feta. Hugsanir hans og verk munu bera ávexti hjá komandi kynslóð- um. Heimurinn hefir grætt á því, að Magnús Brynjólfsson lifði 1 honum.« Pessi vitnisburður á erindi til fleiri manna en Dakótinga eða Vestur-Islendinga yfirleitt. Hann á líka erindi til Austur-íslendinga, til allra, sem íslenzka tungu tala. Pví hvenær sem einhver íslend- ingur sýnir framúrskarandi hæfileika og vinnur sjálfúm sér álit og sóma, þá vinnur hann líka þjóð sinni traust og álit, og hefir með því unnið ættjörð sinni ómetanlegt gagn, hvar sem henn hefir dvalið í heiminum. Og slíkt gagn hefir Magnús Brynjólfsson unn- ið Islandi, og þess er skylt að minnast og þakka. V. G.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.