Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Page 60

Eimreiðin - 01.01.1912, Page 60
6o Cæsar. I. Undgengin spor dundu. SKARPHÉÐINN. Svetóníus lýsir svo Cæsar, að hann hafi verið hár vexti og sterklega limaður og fagurlega, svarteygur og snareygur, manna hörundsbjartastur og bezt að sér um alla hluti. Ef til vill hefði verið réttara að kalla augun dökkblá. Cæsar var manna bezt vígur, syndur sem selur, hestamaður hinn mesti, skjótráður og öruggur og kunni ekki að þreytast. Á hergöngu var hann berhöfðaður jafnan eins og Grettir. Hvíld sína gat hann fengið fulla með því að leggjast á nakta jörðina. Mælskumaður var Cæsar svo mikill, að enginn þeirra, sem þó framar öðru stunduðu málsnild, þótti taka honum fram. Hann unni listum og vísindum og var einn af fremstu rithöfundum sinn- ar aldar. Manna ágjarnastur var hann til fjár og frama, en stór- veitull eigi síður en stórfengur. Grimmur var hann óvinum sínum, þegar því var að skifta framan af æfinni, og þóttist að vonum mikinn rétt á sér eiga. En eftirtektarvert er, hvernig honum vex, fremur en flestum öðrum, mannúð með valdi og aldri, og að sátt- girni og fyrirgefningarsemi minnir hann á síðustu árum sínum jafnvel á Gunnar á Hlíðarenda og Krist. En flestum drottinlyndum mönnum fer öfugt með aldrinum. Petta, sem ég nú tók fram, virðist mér hvorki Mommsen né Georg Brandes, sem vel hafa ritað um Cæsar, eða bezt, hafa séð eins og vera bar. Skartsmaður var Cæsar mikill, og hinn hýbýlaprúðasti, en matmaður lítill og sparneytinn á vín. Matur er mannsins megin, segir máltækið, og nú kemur manni sú spurning, hvaðan kom orku Cæsars viðhald og næring; hann var afburðamaður að afli og allra manna fræknastur og afkastamestur á alt, hvort sem þurfti að beita höndum eða höfði. Mér hefir komið í hug það, sem undarfegt virðist, og erfitt að sanna, en mér hefir nú ekki getað hugsast neitt betra í skýringaráttina. Ég hygg, að þar sem menn eru eins samvaldir, samæfðir, samfylgnir og einhuga drottinhollir, eins og hermenn Cæsars vóru honum, þá styrkist hver af oörum, svo að allir til samans geta orkað meiru, en þó að alt

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.