Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Qupperneq 62

Eimreiðin - 01.01.1912, Qupperneq 62
62 Cæsar er ég, en ekki konungur. En óvíst er að vita nema honum hafi meðfram gengið dramb til orða þessara, enda hefir sagan orðið á hans máli, og meira þykir nú keisara nafn en konungs. En Cæsar þýðir annars Vígi eða Vígsterkur, og því skylt er kesja, nafnið á nokkurskonar spjóti, sem aðeins var mjög sterkra manna vopn, í’órólfs og Egils og slíkra. III. Cæsar var vopnlaus, og ugði sér einskis ófriðar, þegar morð- ingjarnir réðust að honum, þessar mestu óheillaskepnur einhverjar, sem hafa haldið, eða reynt að telja sér trú um, að þeir væru að vinna landi sínu gagn. Cæsar varðist fyrst með ritli sinum (graph- ium minnir mig það sé nefnt), en gaf upp vörnina, er hann sá hnífana stefna á sig hvaðanæva, og Brútusar líka. Vafði hann þá skikkjuna að höfði sér, eins og siður var Rómverja, er þeir bjugg- ust við bana sínum. Tuttugu og þrem sárum særðu þeir hann. Aðeins við fyrsta lagið, er kom honum alveg á óvart, stundi hann, En síðan heyrðist ekki til hans fremur en í tré væri stungið. Pannig varð Cæsar við dauða sínum. Honum varð ekki bilt, þó að dauðinn kæmi að honum í þeirri mynd, er hann bjóst sízt við. Ef til vill höfðu aldrei á jörðunni orðið meiri og sneggri um- skifti en á þeim Cæsar, sem stóð á tindi frægðar og drottinvalds, og þeim, er fann morðeggjarnar skera sundur lífæðar sínar. En stilling hans stóðst þessa raun. Hvílík stálstilling. Og hvílíkur vottur um hvað rómverskur aðall kunni vel að fara með líkama sinn, og hafði kunnað, um margar kynslóðir. Et nihil stricto æstuare ferro, að bregða sér ekki við beittar eggjar, segir Petróníus Arbíter sé það, sem mest sé undir komið. Og það má til sanns vegar fær- ast, en ég ætla ekki að útlista um sinn, hvernig ég geri það. Petróníus Arbíter virðist hafa verið jafnvel ennþá betur gerð- ur en Cæsar, og manni kemur nærri í hug, hvort hann muni ekkt hafa átt kyn sitt til hans að rekja í móðurætt. Áreiðanlegt er, að Petróníus ritar af meiri snild en Cæsar og Hóratíus, og er þá langt til jafnað. En Petróníus naut sín ekki, af því að það var Neró, en ekki sjálfur hann, sem sat á keisarastóli, og hann varð,. eins og síðar Othó keisari, félagi hans, að fyrirfara sér sjálfur. Hann gerði það, sem erfiðast var, að deyja, af meiri snild en dæmi em
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.