Eimreiðin - 01.01.1912, Page 64
64
að lesa De bello gallico, og þá alt ritið; og nú skildist mér
vel, að ritið er bæði fróðlegt og skemtilegt, þó að ekki sé Cæsar,
og þá enginn Rómverji, og líklega heldur enginn grískur maður,
sögusnillingur á við Snorra Sturluson. Útgáfan, sem ég las, var
þýzk, gerð af frábærum lærdómi og vandvirkni, og hvorki skortir
þar landsuppdrætti né aðrar myndir. Eg hefi stundum verið ab
óska þess, að slíkar útgáfur af Islendingasögum væru til handa
Pjóðverjum og öðrum. Og það má guð vita, hvort það er ekki mikið að
kenna einurðarleysi íslenzkra fræðimanna, að þær eru ekki til. Peir
hafa ekki þorað að halda fram íslenzku til jafns við latínu og
grísku, hvað þá meir. En sæju stórþjóðirnar sannleikann í þeim
efnum, þá væri það íslendingum til góðs á við gullnámu, svo að
ég nefni nú það, sem flestum er hjartfólgnast, og nokkuð að von-
um. fVí að það er mikiö satt í því, sem Petróníus Arbíter segir,
þó ab hann hafi nú víða lagst dýpra:
Quisquis habet nummos, secura navigat aura
Fortunamque suo temperat arbitrio.
Alt fá þeir, sem auðinn liafa,
Örlög skapast mjög af fé.
Hálfgaman hafði ég af því, að sumt veit ég betur en þessi
lærði málfræðingur, sem gefið hefir út Cæsar. Pjóðverjar hafa
mjög reynt sig á að þýða nafnið á Geirmannakonunginum, sem
var einn af þeim fáu mönnum, er Cæsari óx í augu að fást við.
Hann er í söguriti Cæsars nefndur Aríóvistus, en aubvitað er
nafnið rómverskað og konungurinn hét líklega Ari hábyrsti (hó? óf?),
alls ekki Arnarhreiður, eins og Pjóðverjar halda; þýzk mannanöfn
vóru ekki eins skopleg á Cæsars dögum, eins og þau eru nú sum.
Annað, sem þessi lærði Pjóðverji, sem ég er annars mjög
þakklátur, veit ekki, er, hvað Gallía þýðir eða Gallar. Heldur
ekki, hvað Gallar vóru, auðvitað. En gall-ib í Gallía og þjóðarheit-
inu er líklega sama sem í arnarheftinu Gallópnir, og Gallus eða
Gellir þýðir upphaflega örn, en ekki hana, líkt og hrafn, því að
suður í Himinfjöllum (Himalaya) var hramn arnarheiti, og hrafnarnir
hremma heldur ekki, en til að sjá vóru þeir á fluginu líkir örnum í
augum einhvers, sem kom úr Arnarheimum, þangað sem meira var
um hrafninn, sem ég nú annars ekki lasta; það eru nokkurskonar
gj'ðingar í fuglaröð. En meira þykir mér til arnarins koma. Og