Eimreiðin - 01.01.1912, Qupperneq 67
67
milli i. og 2. útg. hafa þannig liðið 18 ár, á milli 2. og 3. 17 ár,
en milli 3. og 4. ekki nema 4 ár. En vera má, að 3. útg. hafi lítt eða
ekki selst á íslandi, enda munu margir þar hafa saknað margra kvæða,
er menn vildu ekki án vera. f’ví í þessari útgáfu var aðeins úrval, og
úr feld flest gáska- og gleðskaparkvæði, svo að bókin varð enn ömur-
legri en vera bar, og sýndi ekki nema aðra hliðina á skáldinu. í þess-
ari (4.) útg. eru aftur (eins og í 2. útg.) nærfelt öll hin sömu kvæði
og í 1. útg., og þó við aukið tveimur nýjum; hefir annað þeirra (»Yið
stekkinn«) ekki fyr verið prentað, en hitt (»Herðubreið«) er. og í ame-
rísku útgáfunni; þar er og annað nýtt kvæði (»Kveldljóð«), sem vel
hefði rnátt taka með í þessari útg. En annars hefði ýmislegt, sem hér
er prentað, vel mátt missa sig, því sumt af því hefir nauðalítið skáld-
kgt gildi. Á þetta einkum við ýmislegt í fyrri kaflanum (»Ljóð vinnu-
mannsins«) og þá ekki sízt við eftirmælin í honum. Þau hefðu öll átt
að falla burtu. Nóg að hafa þau í fyrstu útgáfunni. Alt öðru máli að
gegna um eftirmælin í síðari kaflanum; þau hafa svo mikið skáldlegt
gildi, að sjálfsagt var að endurprenta þau. Niðurskipun er miklu betri
í þessari útg. en áður hefir verið, en þó þýðingum enn stráð innanum
frumkveðnu kvæðin, í stað þess að skipa þau í sérstakan flokk. Aftan
við bókina er tvöfalt registur, annað yfir upphöf kvæðanna, en hitt
yfir fyrirsagnir þeirra — og mátti hvorugt vanta. Inngangurinn (um Kr.
J.) hefir og verið endursaminn, og hefir tekið bótum frá því í 1. útg.
En prófarkalesturinn hefir ekki tekist sem skyldi, svo áð talsvert er þar
af prentvillum og stafvillum, t. d.: geðjsat (f. geðjast) bls. XIV; haonunr
(f. honum) XXI; skunaði (f. skundaði) 90; dauðhljóm (f. dauðahljóm)
92; nó (f. nú) 110; þjó (f. þjór) 162; ginnmáttags (f. ginnmáttugs)
173; likur (f. lýkur) 200; systkyn (f. systkin) 212; vekji (f. veki) 229;
mjallhvíta (f. mjallahvíta) 229; dagstjarn (f. dagstjarna) 240; falin (f.
falinn) 242; bylt (f. bilt) 248; optavius (f. optativus) 270; gengú (f.
gengnu) 271; örsla (f. özla) 319) sveipuð (f. svipuð) 341; baugskorið
(f. baugskorð) 384. Að öðru leyti er hinn ytri búningur bókarinnar
hinn prýðilegasti, og hefir kostnaðarmaðurinn (Jóh. Jóhannesson) auð-
sjáanlega ekkert viljað til spara, til þess að umgjörðin gæti orðið sem
smekklegust.
Um vinsældir Kristjáns kvæða og skáldlegt gildi er nóg að vísa
til ummæla vorra um 3. útg. í Eimr. XIV, 152—3 V. G.
JÓN TRAUSTI: HEIÐARBÝLIÐ IV. Porradœgur. Rvík 1911.
það er víst óhætt um það, að margur hefir með óþreyju beðið
eftir síðasta þættinum af »Heiðarbýlinu«. Og nú er hann kominn, og
sómir sér ekki síður en hinir fyrri. Þó að meginefnið sé nú ekki ann-
að en að lýsa vesaldarlífinu í Heiðarhvammi, dauða Ólafs, og svo
drykkjuslarki Þorsteins grenjaskyttu, þá eru bæði lýsingarnar svo góðar
og inn í frásögnina ofnar svo margvíslegar þjóðlífsmyndir, að sagan
verður furðu fjölbreytt. Og myndir þær, sem upp er brugðið, eru svo
vel málaðar, að skáldsnildin leynir sér ekki Vér skulum taka t. d. lýs-
inguna á börnum Höllu í einverunni yfir líki föður síns, meðan móðir
þeirra brýzt gegnum fannkyngina til bæja, til að leita sér hjálpar. Slíka
lýsingu semur enginn liðléttingur. Að Jón Trausti sé að verða eða rétt-
5*