Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Qupperneq 6

Eimreiðin - 01.09.1914, Qupperneq 6
IÖ2 við mig; það gæti ekki verið, að hún hefði skemtun af mér, óment- aðri telpu, þó hún sæti ein í sinni stofu, og hefði oft getað leiðst, að mér fanst. Guðrlður var líka ein uppi, og konferenzráðið einn í sinni stofu, til hægri, er inn var gengið í fordyrið. Stundum var Páll, gamli skrifarinn hans, að lesa fyrir hann, en stundum var hann í herbergi Guðríðar og batt inn bækur, æfagamlar skruddur. varð að líma á hveija blaðsíðu, sem allar voru rotnar. Oft undraðist ég það þolgæði, sem þessi gamli maður hafði, ár og síð að vinna þetta sama verk, með bláu höndunum sínum, er hafði kalið á Stapa-skrifstofunni; því þar var enginn ofn uppi, er amtmaður kom þar. f’að hús hafði byggja látið Hans kaupmaður Hjaltalín, afabróðir minn, og þar varð ekki hafður ofn, því enginn skorsteinn var í nánd. Vind- eða magasínofnar voru ekki til þá, né heldur ofnpípur, því ofnar voru þá »bíleggjarar«, er voru múraðir inni við skorsteininn. Já, nú er ég komin æðilangt frá aðalefninu. Ég er búin að kveðja, og bróðir minn og kona hans fylgja mér niður að Smithsbryggju, sem ekki mundi þykja göfug nú. Þar kvaddi ég hjónin með loforði um að koma aftur. Ég kveið sjóferðinni, og að eiga að vera ein með ein- tómum Dönum; því þá kunni ég lítið i dönsku. Reyndar var bróðir minn búinn að segja mér, að kona skipstjórans væri með; en ég hélt hún væri dönsk. Én þegar ég kom upp á þilfarið, þá mæta mér þrjú fslenzk andlit, nfl. kona skipstjóra, sem var íslenzk, Matthildur Magn- úsdóttir ættuð úr Helgafellssveit vestra, er seinna varð kona í’orsteins Jónssonar læknis í Vestmannaeyjum, og Samúel Richter, sem lífgaði alt upp, svo allir urðu glaðir í nærveru hans; því hann var þá glað- sinna, og var oft að syngja gamanvísur. Þá varð ég fegin. Reyndar þekti ég ekki þetta fólk, en við urðum fljótt kunnug. Ég man einungis eftir fyrstu máltíðinni. f’að kom dálítill danskur drengur og bar á borðið; það var nýr fiskur og jarðepli ásamt ídýfu. En þegar við fórum að snæða, fanst það, að fiskurinn var ekki vel soðinn. Stýrimaður sagði eitthvað ljótt, reif fatið af borðinu, þaut upp, og svo heyrðum við mikla orrahríð, því stýrimaður var þá farinn að lumbra á drengaumingjanum. Þegar skipstjóri heyrði það, þá þaut hann upp, og alt datt í dúnalogn aftur. Fiskurinn kom á borðið soð- inn, en ekki hrár lummur og gott síróp í eftirmat, og kaffi seinast. Þá vorum við komin langt suður fyrir Grandann; og svo var ástatt með mig, að lummurnar áttu ekki hægt með að komast niður, mig langaði í meira, en kligjan sat í hálsinum; svo var það nú ekki meira. Það fór að hvessa, og áður en við komumst út í miðjan Faxaflóa, vorum við orðnar sjóveikar. Matthildur og ég höfðum eina hvílu báð- ar, sem stýrimaður lét af hendi við okkur. Þröngt var í »káetu« og fremur loftlítið, en þrifnaður mikill. Smith skipstjóri var þá snyrtimenni; seinna á æfinni varð hann drykkjumaður, frétti ég. Við fórum úr Reykjavík 12. maí og vorum 3 daga á leiðinni til Patreksfjarðar. Fórum fyrir mynnið á Breiðafirði, og fyrir ,svo nefnda Bjargtanga og framhjá Grundarfirði. Ég lá þá niðri, þvf skipið ruggaði eða valt svo mikið. Síðan var haldið inn á Patreksfjörð; þar gerði alt í einu logn, og hélst það heilan dag. Skreiddist ég þá á þilfar upp, án þess að verða veik af; því áður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.