Eimreiðin - 01.09.1914, Blaðsíða 12
haltu bara áfram, það er ekki eins leiðinlegt og ég hélt.« Því að
hann var bæði raddmaður og hafði næmt söngeyra; og endirinn varð
sá, að ég fór að »stemma« gítarinn eftir langspilinu hans, og hann
lék á langspilið. en ég á gítarinn. Hann lék manna bezt á langspil,
og er þess getið í æskuminningu minni, hvar hann lærði það.
Ég tók það ekki út með sitjandi sælunni, að læra að leika á
gítar; en ég segi það ekki mér til hróss, heldur til samanburðar við
það, sem nú er. Nú er verið að dýrka bæði karla og konur til að
læra ýmsar mentir, einnig að spila á gítar, píanó og orgel. — Ég
hefi kent nokkuð mörgum á gítar, en aðeins tvær hafa nent að læra
til fullnustu; og aldrei þurfti að kala á þeim hendurnar, meðan þær
voru að því, því alt var þeim lagt upp í hendur, bæði hiti og ljós.
Ég er viss um, að það er alt of mikið gert til að láta unga fólkið
læra; því það eiga ekki aðrir að læra, en þeir, sem hafa löngun til
þess.
Ég ætlaði að segja frá þeirri breytingu, sem komin var á lifn-
aðarhætti að ýmsu leyti. Stúlkur voru hættar að vera snöggklæddar,
nfl. í skyrtu og upphlut, eins og áður var títt; en nú heyrðist ekki
nefnt nema »lífstykki« með járnteinum að framanverðu. Einnig voru
komin stóreflis sjöl, sem nærri hver stúlka átti, og gekk með »slegið«
í kirkjuna. Hættar voru þær alveg að hafa klút í gjörð í kirkju, en í
stað þess höfðu þær skotthúfu. Nú sómdi það vel, að hafa skotthúfu
í kirkju; en svo mikla tign var hún ennþá ekki komin í, að hún
kæmist inn að altarinu. í stað þess, að hafa klút í gjörð, þegar til
altaris var gengið, voru nú komnir kjólar og dinglandi silkibönd í
hnakkanum, frá Guðbrandi. Ekki voru nú handlínur nefndar á nafn,
heldur hét það nú vasaklútur, og var hann nú brotinn saman, og
haldið á honum í hendinni, því það þótti fínna. Stígvélaskó á fótum
höfðu þær ekki, því þeir fengust ekki hjá Guðbrandi, og urðu þær
að hafa íslenzka skó, þó lítt væri þeir notandi í svona ferðir nú orðið.
Margar konur héldu enn við upphlutinn. og af þeim var móðir mín
ein. Hætt var að steypa hnappa og búa til krókapör á hverjum bæ,
sem áður var altítt, — því það fékst hjá Guðbrandi og var miklu
»billegra«, sögðu menn. Vefnaðinum var þó haldið áfram, þó minna
en fyr. Móðir mín spann og lét spinna, eins og áður. A matarræði
var lítil breyting, nema kaffi var nú drukkið töluvert meira og brenni-
vín var alstaðar, því það var svo hægt að fá það; þá var ekki farið
að stemma stigu fyrir ofdrykkjunni, enda sáust þess merki, þegar
menn gátu fengið i pott af brennivíni fyrir 12 skildinga (=25 aura),
og eftir þessu man ég.
En af hverju stafaði nú þessi breyting? Faðir minn verzlaði á
sama stað í mörg ár, og engin breyting varð á lifnaðarháttum. En
hann verzlaði einungis með þarfa hluti, sem var: rúgur, mjöl, banka-
bygg, kaffi og sykur. En í pöllunum sást aldrei annað en hvít léreft,
»sirts«, svuntudúkar og léreftsklútar, dálítið af klæði, svörtu og grænu,
og bekkjóttum silkiklútum. Þá mátti aldrei vanta. Af glingri hafði
hann ekki annað en gylta hnappa, sem voru dýrir að hafa í karl-
mannsklæðnað, vasahnífa, smáar »spulkomur«, tin- og leirdiska. Ég má