Eimreiðin - 01.09.1914, Blaðsíða 19
i75
En hugrekki hans hvarf að vörmu spori.
— Hún er langt á undan, sagði haun.
— Ég held nú það verði ekkert úr því, sagði Tobba. Hún
var komin ofan á gólf og hafði náð sér í pils. Hún varð að
hreinsa þennan óþverra, sem kattarskrattinn var valdur að, upp
af gólfinu, sagði hún. Pegar hún sá hvað skálin var brotin í smátt,
varð hún ergileg.
Éað er ómögulegt að spengja hana, sagði hún. Bölvuð ó-
hepni var þetta, að eina skálin, sem við áttum, skyldi brotna.
En nú þótti Eika skörin færast upp í bekkinn — hann stóð
ennþá, nakinn og kiðfættur, skjálfandi á beinunum, en hann sagði
hátíðlega:
— Hvernig talarðu, kona? Drottinn gaf — og drottinn á
líka með að taka.
Að svo mæltu fór hann á ný í rúmið.
— Nú hefði ég getað borðað vökvunina mína, sagði hann.
Tobba fór fram og sótti honum graut og mjólk í pjáturskjólu,
Hann át með góðri lyst. Öll hugsun um dómsdag var að nýju
horfin út í eilífðina.
— Hvernig er það, sagði Eiki alt í einu, Stjana er ekki
komin heirn enn?
— Hún hefur sezt að í Hvammi í nótt, anzaði Tobba, slökti
á lampanum og fór upp í rúmið að nýju — og í þetta skifti
lagðist hún við stokk, eins og hún átti vanda til.
Skömmu seinna heyrði Eiki, að hún var farin að hrjóta, ró-
lega og hversdagslega. Og þá loksins varð honum sjálfum svefns
auðið.
Pegar lýsa tók af degi, vöknuðu þau við að Stjana var kom-
in heim. Hún var að hafa fataskifti fyrir framan rúmið sitt, og
sneri baki að hjónarúminu.
Þegar hún heyrði að hjónin voru vöknuð, sneri hún sér við,
heilsaði glaðlega, og sagði — og ánægjan skein út úr adlitinu á
henni:
— Guði sé lof, að það ekki varð dómsdagur í þetta skifti.
Mikið déskoti var ég hrædd.
En nú var Tobba búin að ná sér og komin í hversdagsskap-
ið; og hún skammaði Eika fyrir að hafa sett skálina rétt undir
strompinn.
Eiki sýndi á sér sorgar og iðrunar blæ.
12'