Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Blaðsíða 67

Eimreiðin - 01.09.1914, Blaðsíða 67
223 sem hann vill að lesendurnir fái að vita. Við það mundi listagildi sagna hans vaxa að stórum mun. Lýsingarnar í byijun sögunnar eru fyrirtaks góðar, ritaðar með skáld- legu fjöri og sýna með sterkum litum, hve hörmulegt ástandið var eftir eldgosin. En úr því verður bókin alt of einhliða, þar sem hún, að kalla má, eingöngu snýst um séra Jón Steingrímsson og giftingabrask hans, breyskleika og veikindi. Um ssigur lífsins«, sem maður sam- kvæmt titlinum vonast eftir að fá eitthvað að heyra um, fær maður ekkert að vita annað en það, að barneignum hafi Ijölgað að miklum mun næstu árin eftir eldgosin! Þvert á móti stefnir öll sagan í þá átt, að svifta aðalsöguhetjuna (séra J. Stgr.) öllum þeim sigurljóma og dýrð- arblæju, sem framkoma hans í fyrri sögunni hafði varpað yfir hann, gera mikilmennið að smámenni eða jafnvel lítilmenni, og skilur loks við hann sem heilsulausan aumingja, á hraðri leið til grafarinnar, eftir að honum loks hefir tekist að ná sér í nýja konu, sem er ekkert annað en hjúknmarkona, þó kölluð sé eiginkona. Sagan er því miklu frem- ur frásögn um hnignun og aðdraganda til dauða, en um ssigur lífsins«. — Þó alt kunni að vera satt, sem frá er sagt, þá er það ekki nóg réttlæting, því enginn skoðar bók Jóns Trausta sem sagnaritun, held- ur sem skáldsögu með sögulegum kjarna. En sé farið að blanda þessu tvennu of mikið saman, verður aldrei úr því annað en hrærigrautur, hvort sem meira kann að verða af grautnum eða skyrinu. En þó ýmislegt sé að athuga við þessa sögu, þá er þó margt gott í henni. Gísli á Geirlandi og Ingibjörg Ólafsdóttir eru prýðilega gerðar sögupersónur. Og góð skáldleg tilþrif eru þar víða, eins og t. d. lýsingin á fundi þeirra séra Bjarnar Halldórssonar og séra Jóns, og margt fleira. Og allmikla nautn og talsverða fræðslu getur hún veitt lesendum sínum. Þrátt fyrir alla gallana hefir hún þó svo mikla kosti, að vér kjósum hana fremur en aðra, sem kalla mætti gallalausa, en væri að engu leyti framúrskarandi. I’að á stundum sama við um bækurnar og mikilmennin. Þau eru sjaldnast gallalaus, en meðal- mennirnir miklu fremur. V G■ GUSTAV FREYTAtí: ÍNGVI-HRAFN. Þýtt hefir Bjarni Jóns- son frá Vogi. Rvík 1913. (Verð kr. 2,50). Höfundur bókar þessarar er Þjóðverji (f. 1816 d. 1894) og var bæði fræðimaður og skáld. Lagði hann einkum mikla stund á menn- ingarsögu þjóðar sinnar. Hann hefir getið sér mikinn orðstír fyrir sögu- safn, er kallast »Ættbálkurinn«, þar sem skáldið og fræðimaðurinn lýs- ir menningarsögu þýzkrar þjóðar frá því á 4. öld og fram á vora daga. Það hefir verið sagt um þetta mikla skáldsögusafn, að ættjarðarást höf. væri skáldgyðja þess. Fyrsta bindi þessa mikla ritbálks — hann er alls 6 bindi — hef- ir birzt í íslenzkri þýðingu eftir Bjarna Jónsson frá Vogi, »Ingvi konungur«, kom út 1906. Það er ekki ólíklegt, að sú saga hafi hlot- ið lýðhylli á íslandi. Hún er víða tilkomumikil og hrífandi, einkum er síga fer á seinni hlutann. Þar leiðir höf. lesendum sínum forn-ger- G*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.