Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Blaðsíða 57

Eimreiðin - 01.09.1914, Blaðsíða 57
213 f)að mætti máské líka sminna á«, að eitt íslenzkt skáld hefir áð- ur kveðið : »Vor guð, Jehóva, Júppíter!« en þá var séra Jón Þorláksson svo hlálegur, að svara með þessum miður hefluðu hendingum: »Jtíppíter var kóngur í Krít — kystu á rass og éttu skít!« Þá gefst og dr. G. F. alveg upp við að verja það, er E. B. gerir hjarta guðs að »smiðju« frumeldsins, þar sem »segullinn kviknar«; ennfremur hendingarnar: »Alt þiggur svip og afl við hans borð«, »stormanna spor eru stilt 1 hans óði«, »stjarnanna hvel eru kom í hans blóði« og hortittinn »ljóssins sjóður«, og virðist því fyllilega viður- kenna athugasemdir vorar við þetta. Skálar viða styrkan stað sálarhliði allmjög að steinum varðir byggja; anddyr garðsins liggja. Um þessa vísu segir dr. G. F.: »Steinum varðir skálar byggja viðastyrkan stað. Anddyr garðsins liggja allmjög' að sálarhliði. Ég veit ekki hvað þarf skýringar við af þessu. Að segja, að steinum varðir skálar byggi staðinn, finst mér jafnljóst og ef sagt væri, að stað- urinn væri gerður af skálum með grjótveggjum«. En það er ekki nóg, að dr. G. F. finnist þetta ljóst. Það eru ekki allir, sem geta gleypt hvaðeina hálfmelt, gert sig ánægða með, að orð séu höfð í alt annarri merkingu, en þau í raun og veru hafa í málinu, og klöngrast svo áfram á meira eða minna hæpnum getgát- um. — Þó dr. G. F. taki saman »viðastyrkan« (sem hann sleppir í seinni skýringunni), þá er alls ekki víst, að það sé rétt, enda heiði þá legið næst að rita svo í kvæðinu. En þar stendur einmitt sviðastyrk- an«, sem miklu fremur bendir á, að taka eigi svo saman: »viða-skálar steinum varðir (= með steingirðingu eða steingarði umhverfis) byggja styrkan stað«. En hvað sem því líður, þá er eitthvað bogið við orðið ^byggjan í þessu sambandi. Þýðir það »reisa« eða »búa« (því merk- ingin »leigja« kemur hér ekki til greina), þannig að skálarnir hafi reist staðinn eða búi á honum? Hvort sem heldur er, þá er það rangt mál, því byggja er aðeins notað, þegar frumlagið er ■persóna (eða persónur). En um slíka misþyrming á móðurmáli voru hirðir dr. G. F. ekkert. Vér teljum og mjög óvíst, að dr. G. F. hafi hitt á hið rétta, er hann tekur saman a anddyr garðsins«; því sé orðið »garður« hér not- að í þeirri merkingu, sem það hefir í íslenzkri tungu, þá er óhætt að staðhæfa, að aldrei sé talað um »anddyr« á »garði«. Og jafnvel þótt orðið væri haft í hinni norsku og dönsku merkingu, þá getum vér fullyrt, að aldrei komi fyrir »anddyr garðs« í öllum bókmentum vorum. Aftur er »sálarhlið« einmitt á »garði« (kirkjugarði), og er því miklu sennilegra, að taka eigi svo saman: sanddyr (o: bæjarins, húss- ins) liggja allmjög að sálarhliði garðsins«. Auðvitað er ekki gott að ábyrgjast, hvað maður, sem leyfir sér að fara jafngálauslega með tungu vora og E. B. gerir, kann að hafa hugsað sér, en þetta sýnir þó, að vel getur verið, að dr. G. F. hafi einmitt misskilið það, sem hann heldur að hann hafi skilið, og eins hitt, að hann verður að byggja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.