Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.09.1914, Blaðsíða 38
‘94 og kætir lundina«. Pawlow álítur einnig, að svona smáir skamt- ar af áfengi styrki og auki meltingarvökvana. Oðrum kunnum líf- færafræðingi og lækni, Kunkel að nafni, farast þannig orð: »Pað er engum efa bundið, að ofdrykkjan hefir oft skaðleg áhrif á meltingarfærin; en hinsvegar er það sannað með reynslu miljóna manna, að menn geta drukkið vín með mat í fjöldamörg ár, án þess að skaða meltingarfærin eða heilsu sína á nokkurn hátt«. Chonheim segir, að smáskamtar af áfengi hafi áþekkar verkanir á meltinguna og önnur nautnarmeðul, að það auki meltingarvökvana og matarlystina. Tilraunir hafa sannað, að ef áfengisblandan í maganum ekki fer fram úr 8—iO°/(, af hreinum vínanda, skaðar hún ekki melting- una; en í sterkari blöndun (Concentratíon) hættir melting eggja- hvítuefnanna. Nokkrir halda því fram, og styðjast við tilraunir í þá átt, að meðan vínandinn dvelji í maganum, séu verkanir melting- arvökvanna minni en ella, en undir eins og hann sé horfinn á braut úr maganum, eflist meltingin og nú myndist ríkulegri maga- súr, saltsýra, en áður, og meltingin gangi fljótar. I sambandi við þetta má geta þess, að Mehring hefir með tilraunum sínum sýnt fram á, að öll sykurborin efni uppleysast og meltast fljótar í vín- andablöndun en í hreinu vatni. Prófessor Quensel segir, að afnám eða afneitun allra áfengra drykkja sökum ákveðins matarhæfis (Diæt) grundvallist ekki á vísindalegum rannsóknum og tilraunum í þeim efnum. Professor Knútur Faber við háskólann í Kaup- mannahöfn hefir ritað allmikið um áhrif áfengis, einkum á melt- ingarfærin. Af 44 sjúklingum, er leituðu ráða hjá honum gegn magakvefi (Catarrh. Ventriculi), höfðu aðeins 5—6 fengið veikina af völdum áfengra drykkja. Prófessor Faber segir, að það hafi afarmikla og jafnvel mesta þýðingu, frá læknisfræðislegu sjónar- miði, hvernig áfengra drykkja sé neytt. Flann kemst að sömu niðurstöðu og flestir aðrir vísindamenn, sem tjallað hafa um þessa spurningu, og segir, að létt vín eða öl, neytt í hófi, sé að mestu eða öllu óskaðlegt fyrir magann; en brennivín, þótt drukkið sé í smá- skömtum, geti stundum valdið magakvefi og öðrum magasjúkdóm- um. Hann segir þó ennfremur, að hann hafi haft undir hendi fjöldamarga ólæknandi drykkjurúta, sem að öllu leyti hafi haft hrausta og sterka maga og góða meltingu. Á einum stað í bók sinni kemst prófessor Faber þannig að orði: »Pað er alveg áreið- anlegt, að holar og skemdar eða ófullkomnar tennur eru langtum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.