Eimreiðin - 01.09.1914, Blaðsíða 17
173
— Er það alveg víst, að það sé í dag? Spurði Tobba. Bóndi
hennar hafði lesið blöðin og var því kunnugri.
— Já, í dag fyrir miðnætti, anzaði Eiki.
Pau sátu og sötruðu þegjandi kaffið úr undirskálunum —
það var seinni bollinn. I dag höfðu þau drukkið sætt kaffi. En
þau urðu alténd að fá sér molabolla á eftir.
Þegar Tobba var búin, þurkaði hún sér um munninn á svuntu-
horninu, setti frá sér bollann og sneri sér að manni sínum.
- fú manst, vænti ég, faðirvorið þitt?
Eiki klóraði sér í höfðinu.
— Ég er hræddur um ekki, anzaði hann.
— Guð hjálpi þér, maður. Hvað heldurðu drottinn segi við
þ ví?
Tobba fór í óða önn að þylja faðirvor yfir honum, og
hann lærði það von bráðar. Svo kendi hún honum nokkrar
kvöldbænir í ofanálag — hún kunni ekkert nema kvöldbænir, því
á morgnana hafði hún aldrei tíma til að lesa bænir. Undireins
og hún vaknaði varð hún að flýta sér á fætur. Og svo hafði
hún allajafna í svo mörgu að standa frarnan af deginum.
Pegar hún var búin að kenna bónda sínum það, sem hún
sjálf kunni, fékk hún honum Biblíuna og skipaði honum að lesa
hátt — hann kom niður í Jobsbók, og þuldi, — það gjörði
minna til, hvað hann læsi, því Biblían væri heilög bók og öl
orð í henni jafngóð, ályktuðu þau.
Bau höfðu flutt sig úr búrinu inn í baðstofu. Hann sat og
ias við stofugluggann á meðan hann sá til. Tobba sat og hlust-
aði á hann með guðræknissvip, sem ekki hvarf nema andartak
við og við, þegar hún varð að telja á prjónunum — hún var að
prjóna framleist og var farin að taka úr.
Þegar hann hætti að lesa og lokaði bókinni, stóð hún á fæt-
ur, vafði sokknum utan um hnykilinn og festi hann með lausa
prjóninum.
— Hvar skyldi kötturinn vera? sagði hún, um leið og hún
fór ofan, til þess að sækja vökvunina. Eg hef ekki séð hann í
alt kvöld.
Hún kom inn með rósótta fjögramarka skál, barmafulla af
graut og mjólk — sjálf borðaði hún alténd í búrinu, um leið og
hún skamtaði.
En Eiki hafði enga matarlyst. Hann setti skálina ósnerta
2