Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Blaðsíða 9

Eimreiðin - 01.09.1914, Blaðsíða 9
ekki gegna mér, að þvo ekki gólfin.« Þetta var á laugardag, en dag- inn eftir kom margt fólk frá Bíldudal. í’að voru synir og dætur Þor- leifs kaupmanns þar, vellauðugs manns, en heldur einræns. Ég var úti, og var ég kölluð inn til að sjá fína fólkið, sem komið var. Mér þótti gaman að sjá það, því Porleifur þessi hafði átt fyrir fyrri konu Guð- rúnu afasystur mína; en systkini þessi voru af seinna hjónabandi, og var það einnig auðséð, því á þeim var enga siðmenning að sjá; þau voru feimin og óupplitsdjörf. Systurnar voru svo klæddar, að þær voru í bláum klæðistreyjum, með stórar skotthúfur á höfði, og sá ekki í þær fyrir silkiklútum, stórum og rauðbekkjuðum Einn var hafður í kollhettu, bundinn undir kverk, annar á herðunum, og hinn þriðji um hálsinn, og á höndum útprjónaða rósavetlinga. Bræður þeirra voru í stutttreyjum, sem ekki náðu lengra en ofan í mittið; þær voru úr fínu bláu klæði, og buxur úr sama, rauðröndótta silkiklúta um hálsinn, og pípuhatta á höfði. Látbragð þeirra var líkt og systranna. Nú var farið að dansa í hinni stofunni stóru. í’að var Richter og Smith skipstjóri og Olafur sál. Thorlacius í Fagradadal, bróðir Árna umboðsmanns Thorlacius í Stykkishólmi. Við dansinn var, auk Richters og Smiths, kona Smiths, ráðskonan í húsinu og dóttir hennar, Matthildur og ég. Dansleikurinn varaði ekki nema stundarkorn. Nú gekk maður undir manns hönd að biðja kaupmannsdæturnar og bræð- ur þeirra að koma inn, en þær kváðust ekki kunna að dansa. Ég man, hvað ég lagði að annarri þeirra, hún var svo lagleg, að koma inn og horfa á, þó hún kynni ekki að dansa; en ég gat ómögulega kornið henni til þess, og þó hafði hún aldrei séð fyr dansað; þó sá ég, að þær langaði til þess, en uppburðarleysi eða feimni tálmaði þeim frá því. Settist ég þá hjá þeim, og hætti að dansa og tók þær tali. Mig langaði til að vita, hver hugsunarháttur þeirra væri. Fyrst fór ég nú að spyija, en fékk engin svör upp á spurningar mínar. Loksins varð þó þessi laglega til að svara mér. Ég spurði þær, hvort faðir þeirra væri ekki ríkur, og hvort þær væru ekki farnar að læra eitt- hvað, og neituðu þær því. Svo fór ég að komast eftir, hvort þær hefðu löngun til að læra. Önnur sagði: »Ég veit ekki«, en hin sagði: »Ef ég mætti«. Ég spurði, því þær ekki mættu. Þeirri spurningu svör- uðu þær ekki, en mér skildist, þó þær ekkert segðu, að það væri á móti vilja föður þeirra, þessa ríka manns. Það fann ég á þeim, að þær héldu sjálfar, að þær gætu ekkert lært. Um það leyti var þó ein- mitt vel ment kona þar nálægt, sem bauðst til að kenna þeim, til að afplána skuld, sem hún var í við Þorleif kaupmann ; en hún fekk það svar aftur og aftur, að dætur hans væru nógu ríkar, og þær þyrftu ekkert að læra. Svona var nú sumra ríkra manna hugsunarháttur f þá daga. Mikið bil var nú þarna í milli og dætra hans P. Thorsteinssons, sem keypti Bíldudal löngu síðar, blásnauður piltur. Hann bygði þar, eftir því sem mér hefir verið sagt, 40 hús bólverk og járnbraut m. fl. Hann tfmdi að menta börn sín, þó ekki væri arfarnir, eins og hjá Þorleifi. Enda býr nú Bíldudalur að veru hans þar, og mun altaf búa, hvað dugnað og siðmenningu snertir. Eftir hérumbil 10 ár sá ég aðra systurina frá Bíldudal aftur hér 1 Stykkishólmi; var hún þá gift kona á Ballará á Skarðsströnd. Þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.