Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Blaðsíða 23

Eimreiðin - 01.09.1914, Blaðsíða 23
179 afur henni niðri á Kjörseyrartanga, og býður hann henni þá að binda stein við hana og hrinda henni fram af tangaoddanum, því þar er aðdýpi mikið. Ekki vildi hún það, og loks batnaði henni alveg. Það vildi til eitt sinn, er Ólafur var ekki heima, að unglingspiltur geðveikur, sem komið var til hans, hengdi sig í skála fram í bænum; var hann svo dysjaður fyrir norðan bæinn, þar sem heyhlöðugafl er nú, þóttist sá, er bygði hlöðugaflinn og tók steina úr dysinni, verða var við svip stráksins, því sagt hafði verið, að ekki mætti hreyfa við dysinni. Ólafi hafði þótt menn sínir eitthvert sumar vinna illa að heima- slægjum eða slægjum, sem eru nærri. Hinar, sem fjær liggja, eru kall- aðar norðanlands fjallslægjur, en væru réttnefndar heiða- eða hálsa- slægjur, hér við Hrútafjörð að minsta kosti. í’ær eru grasmeiri en hinar; duglegum sláttumanni er oft ætlað að slá þar á dag til jafn- aðar 20 hesta af votabandi, en á heimri slægjum í mesta lagi 10 hesta af votabandi. Hér um slóðir hefur það ætíð verið venja, að reiða heyið heim á þerrivöll og þurka það þar. í fjallslægjur hér er langur og ógreiður vegur, svo ekki verða famar nema 3—4 ferðir á dag, og þykir því tilvinnandi, að slá þá bletti, sem nálægt eru, ef þeir eru bærilega sprotnir; en fólk, sem er vant grasmiklum fjallslægjum, er óeirið á sneggjunni, og svo hefur verið með menn Ólafs í þetta sinn. Ólafur fór upp að Laxárdal og bað annan bóndann þar, sem talinn var góður sláttumaður, að vera hjá sér 1 dag í kaupavinnu, en sagði honum ekki, hvað hann ætti að gjöra. Næsta laugardagsmorgun kemur bóndinn til Ólafs og spyr, hvað hann eigi að gjöra. Segir Ól- afur honum að slá fyrir sig hérna uppi í Duflu. í'að er mýri hér við túnið. Bóndinn sló um daginn og fór heim um kvöldið. Á mánúdags- morguninn, þegar piltar Ólafs ætla fram í fjallslægjur að vanda, biður hann þá að binda fyrir sig nokkur föng upp i Duflu, sem Laxárdals- bóndinn hafi slegið þar, þeir verði enga stund að því, og héldu þeir, að það gæti tæpast verið mikið; en það urðu 20 hestar. Þar sem Kjörseyrarland er stórt og liggur að löndum 7 jarða, þá hefur það oft átt sér stað, að fénaður frá öðrum bæjum hefur gengið í- Kjörseyrarlandi, nær og fjær, þó engar sögur fari af því að ná- grannakritur hafi risið af því, jafnvel þó nóg tilefni hefði verið til þess, þar sem sumir nágrannarnir hafa viljað færa landamerkin upp á Kjörseyrarland. En hvað sem er um það, þá lögfesti Ólafur land jarð- arinnar 1776. Gísli sonur hans endurnýjaði lögfestuna 1813 og ég 1877, °S hefur henni aldrei verið opinberlega mótmælt. Til fróðleiks og gamans set ég hér lögfestuna, sem er með hans eigin hönd og nafni. »Eg underskrifaður lögfeste hier ý dag eignar Jörð mina Kjörs- eyre liggiande i prestbacka kirkiu sókn og ifian stranda sislu lögfeste eg hús og haga tún og eingar holt og hæðer vötn sem veiðestaðe til istu landamerka er aðrer mefi eiga í móte og hier nefnast. lagxá ræður lande epter hefiar elsta farveg að norðan og vestafi frá sió og allt fram i tröllkall, þaðan til vesturs þar til vötnum hallar. siðan beint
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.