Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Blaðsíða 10

Eimreiðin - 01.09.1914, Blaðsíða 10
voru orðin stakkaskifti á henni, og auðséð, að hún hafði tekið sér fram með háttprýði, og klæðaburðurinn mjög snotur, og nú var hún orðin miklu laglegri, og var hún þó orðin móðir þá. Nú er ég komin langt frá aðalefninu, sem mér er títt. í’egar ég kom yfrum aftur, var dansinn hættur, og flestir gestir farnir; og komst nú ró á heimilið, eins og áður var, nema hvað margir komu til að verzla. bæði við Richter og eins í landi, og virtist mér alt þetta vestfirzka fólk líta út líkast þvi, sem það kæmi út úr hólum, einkum hvað látbragð snerti; en klæðnaðurinn var fremur skrautlegur. Ég verð að minnast dálítið á Steinbach, áður en ég skil við Patreksfjörð. Hann var um sextugt, og hefi ég sjaldan séð mann létt- ari á fæti; hann sagðist hafa hlaupið upp refi, þegar hann var ungur. Hann var frámunalega hýbýlaprúður, eftir heimilisástæðum hans, og ávalt hafði hann eitthvert spaugsyrði á vörunum, þegar hann kom inn. Hann lét mig sitja til borðs á legubekknum hjá sér og kallaði mig konuna sína, einungis til þess að láta aðra hlæja; og ekki skil ég, hvernig þeir menn geta verið gerðir, sem ekki vilja gera slíkum manni alt til hæfis. Nú voru liðnir 11 dagar frá því ég kom, og burtfarartíminn kominn. Spurðum við Matthildur þá Steinbach, hvað við ættum að borga fyrir veruna; hann hló við, og sagðist vera viss um, að það kostaði meira ánægjan af veru okkar, en maturinn, sem við hefðum borðað. Og þegar ég kvaddi blessaðan karlinn, sýndist mér ekki betur en að tárin hrytu úr augunum á honum. Síðan fórum við af stað og gerðist ekkert sögulegt, unz við komum til Grundarfjarðar eftir 2 daga, og þá var ég komin heim. Enginn kom ofan í fjöruna, þegar við komum í land, en fult var af fólki á víð og dreif um kampinn. Föður minn hitti ég á kampinum, og hann bauð okkur inn; en móð- ur mína hitti ég ekki fyr en í dyrunum, því hún hafði ekki komist til að fara út fyrir önnum. Það hafði strandað þar frakknesk fiskiskúta, og var verið að halda uppboð á henni þennan dag, og því var svo agalegt og alt í uppnámi. í’að fyrsta, sem ég gerði, var að söðla einn hestinn og fá mér sprett um kampinn, því ekki hafði ég komið á bak hesti nema einu sinni í þessi 2 ár, sem ég var í Reykjavík. Dag- inn eftir fór ég strax að hjálpa móður minni með húsverkin, enda þurfti þess við, því gestirnir höfðu útatað mikið. Og fegin varð mamma komu minni, því það var sá tími, sem mest var að gera, bæði á vellinum og svo skepnuhirðingin. Tveir strandmennirnir 'nöfðu í tilbót leigt hjá okkur uppi á loftinu ; annar þeirra var frakkneskur læknir. Ferðasagan sjálf er nú á enda, en mig langar til að bæta við fáeinum athugasemdum og senda þær með, hvað sem við þær verður gert. * * * f’ótt ekki væri nema 2 ár liðin, frá því ég fór til Reykjavíkur og kom aftur heim, var þó komin töluverð breyting á liinaðarhætti manna. Af því mér þykir það eftirtektavert, af hverju það stafaði, eða orsökin til þess, þá langar mig til að skýra frá því nánar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.