Eimreiðin - 01.09.1914, Blaðsíða 7
mátti ég aldrei hreyfa mig. Þar var þá drenghnokkinn að malla eitt-
hvað ofan í okkur, en ekki man ég hvað það var. Eitt’nvað heíir
honum orðið á, því stýrimaður kom að honum eins og mannýgt naut,
reif í handlegg hans, barði hann og kleip. Ég gerði skipstjóra aðvart
leynilega, og fór hann upp, tók drenginn af honum, sem ekki var
nema 12 ára, og atyrti stýrimann. Smith var mesta góðmenni og
stiltur í lund; átti bágt með að eiga í illdeilum, en sagðist mega til
við þennan mann, því hann væri mikill vargur. Þetta kom fyrir aftur
og aftur, að skipstjóri varð að skerast í leikinn. — Eitt sinn braut
drengur þessi 2 diska og 2 bolla, er hann var að þurka þá. Aldrei
þessu vanur sagði stýrimaður ekki neitt, en kallaði á Smith og sýndi
honum hrúguna, og spurði, af hvaða diskum ætti nú að borða, og á-
mælti drengnum svo mikið, sem hann gat; hugsaði sér að nú skyldi
skipstjóri þó einusinni leggja hendur á þann litla. En, nei, það varð
ekki; hann áminti hann með stillingu um að fara varlega með leirinn
svo drengurinn hætti að gráta, sem hann þó gerði oft; stundum þorn-
uðu ekki af honum tár allan daginn. Mér er það í minni ennþá,
hvaða svipbrigðum andlit stýrimanns tók, þegar Smith var farinn. Ég
stóð við kistu mína og þóttist vera að bursta skóna mína; en reyndar
var ég að veita stýrimanni eftirtekt, og Matthildur einnig. Hann varð
svo grimmúðugur, var altaf að gefa okkur hornauga, sem stóðum á
þilfari ekki allangt frá. Við þóttumst ekkert sjá, en sáum þó alt. Hann
var að smáklípa drenginn og nísta tönnum. Við fórum þá ofan. —
Svona var nú víst æfi margra skipsdrengja í þá daga, og þaðan af
verri.
Loks komumst við inn á höfnina, því það hvesti dálítið. Nú var
farið í land. Smith, Richter og við þijár. Þegar við lentum, sáum við
fólk standa úti, og einn kom ofan eftir og bauð okkur öllum heim.
fað var eini kaupmaðurinn, sem til var á Patreksfirði þá, árið 1858,
og hét Kristján Steinbach, maður um sextugt, snyrtimenni hið mesta
og hárprúður; og svo unglegur var hann, sem fertugur væri, kátur og
skemtinn með afbrigðum, svo reyndur í skóla lífsins sem hann þó var.
Við komum inn í lítið anddyri; til beggja handa voru stofur, en
hann bauð okkur inn til vinstri. í’ar voru ekki miklir húsmunir inni,
ein dragkista, borð og rúrn í einu horninu. Stofan var lítt máluð, en
afarstór var hún.
Við þessar tvær, Matthildur og ég, ætluðum að fá að vera í landi
alla þá stund, er skipið lægi á höfninni. Nú var að því komið, að
nefna það við húsráðanda, en hvorug í þá daga kjarkmikil; þó varð
ég loks að gera það, svo ég herti upp hugann og spurði Steinbach,
hvort hann vildi lofa okkur að dvelja í landi þá stund, er verið væri
að verzla á höfninni. Svarið var já, án umhugsunar. Við borgum eins
og upp er sett, sögðum við; þá svarar hann: »Og ekki held ég það
núa. Svo var ekki meira um það talað að sinni. Við sváfum í þessari
stóru stofu, en sátum í stofunni til hægri handar; og þar var borðað;
sú stofa var vel máluð og falleg, og þar svaf gamli maðurinn í spar-
lakarúmi.
Nú spurðum við, hvort við gætum ekki gert honum neitt til gagns;
hann játti því, og bætti við, að nóg væri að klæðnaði sínum; en það