Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Blaðsíða 73

Eimreiðin - 01.09.1914, Blaðsíða 73
229 þessa skoðun hans með eigi allfáum dæmum frá íslenzkri sagnaskemtun á síðari öld- um. Hann hrekur og kenningar Al. Bugges og fleiri manna um yfirgnæfandi kelt- nesk eða írsk áhrif á sögur vorar, þannig að sagnalist Jslendinga sé eiginlega það- an sprottin, flutt vestan um haf til íslands. Hann álítur sagnalist Islendinga frum- lega, en neitar þó ekki með öllu nokkrum írskum áhrifum á Fomaldarsögurnar, sem séu yngri en hinar sögurnar, og áhrifin vestan um haf því ekki eins snemma til komin og Á. Bugge, Olrik o. fl. vilja halda fram. — En undarlegt er. að i öllum þessum umræðum, um áhrifin vestan um haf, skuli enginn minnast á þau áhrifin, sem mestar líkur virðast fyrir. Og það eru munn- legu áhrifin frá öllum þeim fjölda vestrænna manna (karla og kvenna), sem fluttust til íslands á landnámsöldinni. Einmitt margir af þessum mönnum og konum voru fóstrar og fóstrur norrænna barna af göfgum æ'.tum á Islandi, og hafa að líkindum að írskum sið sagt þeim sögur, og þannig vakið hjá þeiin ást á sögum og sagna- list, sem svo smámsaman óx og þroskaðist, máske ekki sízt hjá kvenfólkinu, eins og vitni Ara um furíði Snorradóttur goða bendir til, og vel kemur heim við reynslu síðari alda. Einmitt þesskonar áhrif álítum vér líklegust, en jafuframt því er ekki ólíklegt, að blóðblöndunin milli keltneskra og norrænna manna kunni líka að hafa haft einhver áhrif á afkomendurna í þessa átt, einkum í sambandi við hin fyr- töldu áhrif. V G. HALLDÓR HERMANNSSON: CATALOGUE OF THE ICELANDIC COL- LECTÍON BEQUEATHED BY WILLARD FISKE. Ithaca, N. Y. 1913. (Verð: S 6,Oo). Hann lætur skamt stórvirkjanna á milli, hann Halldór Hermannsson. Og þessi skrá yfir Fiskesafnið íslenzka er ekki neitt smáræði, því hún er 755 -|- VIII bls. í stóru ljögrablaða broti og prentuð með drjúgu þéttu letri. Er þar fullkomin skrá yfir allar bækur Fiskesafnsins, sem að einhverju leyti snerta Island eða íslenzkar bókmentir að fornu og nýju, nema yfir rúnaritin. Yfir þau á seinna að koma út sérstök skrá. Er ritunum hér raðað eftir stafrófsröð (fyrir 1500 eftir skírnarnafni höfuniianna, en eftir það eftir föðurnafni þeirra) og fyrst tilgreint það, sem hver hefir frumritað, þá það, sem hann hefir safnað, útgefið og þýtt. Titlar íslenzkra bóka eru ritaðir upp með hinni mestu nákvæmni og yfirleitt frá öllu gengið með stakri vandvirkni. Ef rita ætti ýtarlega um þessa bókaskrá, mundi það verða lengra mál, en Eimr. hefir rúm fyrir í ritsjá sinni. Vér verðum því að láta oss lynda að vekja at- hygli á þessari miklu bókaskrá, sem er ekki að eins nauðsynleg fyrir þá, sem nota vilja Fiskesafnið, heldur á erindi til allra þeirra, er við íslenzk fræði fást. Pví hér má sjá, hvað til er af því tægi á öllum sviðum bókmentanna, ekki einungis af íslenzkum bókum, heldur af bókum og greinutn útlendum, er að einhverju leyti snerta ísland, og jafnvel rit útlendinga, er orðið hafa fyrir einhverjum áhrifum af íslenzk- um ritum. Hve auðugt safnið er af ritlingum og smápésum, má sjá meðal annars af því, að þar eru taldar 347 grafskriftir yfir einstaka menn. Eini verulegi gallinn, sem vér í fljótu bragði höfum fundið á þessari miklu bóka- skrá, er, að ekki er sýnt með yfirskrift yfir hverjum dálki, hvar þá er komið í stafrófs- röðinni, sem hefði verið til mikils hægðarauka við notkun bókaskrárinnar. En svo er aftur efnisregistrið (Subject-Index) aftan við höfuðþing, sem margur mun verða höf. þakklátur fyrir. V. G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.