Aldamót - 01.01.1895, Qupperneq 28
28
fuglseðli lent í vJsindalegum gorgeir. Þar hefur
verið haldið uppi stöðugum eldi af glósum. »Bar-
áttan fyrir tilverunni*, »úrval náttúrunnar®, »sjálf-
krata tilorðning* ásamt ótal öðru eru þau fallstykki,
sem daglega hafa verið látin drynja i eyrum
manna.
Það verður ekki langt þangað til vísindin geta
sett saraan fyrsta frumhólfið, sem allt hefur æxlazt
af, — gefið því líf, — látið alla þá mögulegleika vera
i því fólgna, er myndað hafa heiminn og dýrin og
mennina. — Það var prófessar einn á Norðurlöndum,
sem fyrir mörgum árum Ijet sjer eitthvað likt og
þetta um munn fara.
Þú nítjánda öld! Vissulega áttu það skilið, að
þú sjert nefnd visindaöldin um fram allar aðrar.
Því með dásamlegri skarpskysni hefir þú uppgötv-
að nýan guð, sem engum hefur áður komið til
hugar að tilbiðja. Undarlegum nöfnum kallar þú
hann: frumögn, »sellu«, »atom«, eptir þvi, sem
þjer þóknast.
Þú segir, að enginn hafi sjeð hann, — ekki af
því, að hann sje andi, því anda villt þú ekki hafa
fyrir guð — heldur sje hann líkami, en — líkami,
sem er svo ólíkamlegur, að hann verður ekki sjeður
með líkamlegum augum.
Þessi litli, líkamlegi guð hefur skapað allt. Sól-
kerfin öll, stjarnanna ótölulegu mergð, — allt, sem
heimanna heimar hafa í sjer að geyma.
Þú litli guð, þótt líkami þinn verði ekk sjeður
í sterkasta sjónauka og þótt þú sjert samt ekkert
annað en líkami — — miklu hefur þú til vegar
komið!
Hefur aldrei vaknað bros á vörum þjer, mikla