Aldamót - 01.01.1895, Síða 142
142
Höf. spyr, hver muni vera höfuðbresturinn vift
kenningarnar í kirkjunni, sínar og annara (74). Og
hann svarar: »Vjer rýrum fagnaðarboðskápinn i
meðferðinni. Vjer flytjum of lítið fagnaðarerindi. »
. . . Margur lærimeistarinn var fremur ský, sem
skyggði A Krist, en geisli, sem af honum stafar«
(74). Þar hittir hann naglann á höfuðið. Það er
aðalgallinn á þessum prjedikunum, að það er lítið
sem ekkert evangelíum í þeim. Og þess vegna eru
þær eins og ský, sem skyggja á Krist. Þegar hann
talar um fagnaðarerindi, þýðir það eitthvert al-
mennt gleðiefni, eitthvað, sem gjört getur manninn
ánægðan með lífið, — en ekki: Svo elskaði guð
heiminn, að hann sendi sinn eingetinn son, til þess
að hver, sem á hann trúir, ekki glatist, heldur hafi eilift
líf. Og skýið, sem hann álítur að skyggi á Krist,
eru kenningar kirkjunnar, hinar ákveðnu trúarkenn-
ingar, t. d. kenningin um mannlega synd. Þess
vegna er honum svo ákaflega illa við bókstafinn
(174), það er að segja hið ákveðna, fasta í kenning-
unni; allt á að vera andi og líf. En hveruig skyldi
fara með andann, þegar bókstafurinn er fyrirlitinn?
Eins og í þessum ræðum, — hann fer sína leið.
11. Endurlausnin Jeg hef ekki getað fundið
í ræðum þessum neina ákveðna kenning um guð-
dóm Krists. Og hana er þar víst ekki að finna.
Ein ræðan er um endurlausnina. Þar talar hann
lengi um marga frelsara, kallar alla þá frelsara^
sem eitthvað gott hafa látið af sjer leiða (242—
243). Smáfrelsurunum iíkir hann við stjörnu, en
Jesú Kristi við sól (244). En þetta verður einung-
is stærðarmunur, en ekki eðlismunur, eins og t. d.