Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR19. JUNI1982. 3 HELL DRIVERS Á SEYÐISFIRÐI ökuþórarnir í sýningarflokknum vélhjól viö sýningar sínar og eru Hell drivers sýndu íbúum Seyðis- skemmtiatriöin fjölbreytt. Bifreiðum fjaröarlistirsínarl6.júní. er ekið á tveimur hjólum og látnar Kunnu heimamenn vel aö meta svífa í loftinu. Trúður er í fylgd með heimsóknina og fjölmenntu á flokkunum. skemmtunina, enda ekki á hverjum Hell drivers hafa sýningar vítt og degi sem slíkar aksturskúnstir sjást í breitt umlandiðá næstu vikum. bænum. Myndin er tekin á sýningunni á Hell drivers nota bæði bifreiðar og Seyðisfirði. (DV-myndOlafurG.) „SÖNGDAGAR ’82” í SKÁLHOLTI Nú þessa dagana 18.—20. júní stendur yfir í Skálholti samkoma sú sem fengið hefur nafniö „Söngdagar”. Þetta er fjórða árið í röð sem Söngdagar þessir eru haldnir, aö venju helgina eftir 17. júní. Á „Söngdögunum” koma söngvinir víða að og skemmta sér og öðrum með söng og hljóðfæraslætti í gleðinni yfir að vera til. Oþarft er að taka fram að Skálholtskirkja er eitt bezta sönghús á Islandi og þar hafa „Söngdagarnir” ávallt notið vinsemdar og beztu fyrir- greiðslu allra hlutaðeigenda. Á „Söngdögum” undangengin ár hafa verið æfð og flutt verk eins og G. Fauré: Requiem, Z. Kodaly: Pangue Lingua, J. Haydn: Orgelmessa, John Speight: Missa Brevis ásamt miklum fjöldi innlendra og erlendra smærri verkefna. Á sunnudaginn syngur hópurinn við messu kl. 11.00 f.h., en þá messar sóknarprestur kirkjunnar séra Guðmundur Oli Olafsson, organisti verður GlúmurGylfason. Kl. 14.00 sama dag verður „opin lokaæfing” á verkefnum þeim, sem unnið verður að að þessu sinni, m.a. eftir JB. Bach, B. Britten o.fl. með aðstoð Gústafs Jóhannessonar organ- ista. Stjómandi „Söngdaganna” hefur frá upphafi verið Jónas Ingimundar- son. Kópavogur: Tónleikar á Rútstúni Hingað til lands er komin frá Noregi Ranheim skolemusikkorps. Þetta er skólahljómsveit og em 80 hljóðfæra- leikarar í sveitinni. Skólahljómsveit þessi er komin hingað vegna vinabæjartengsla Kópavogs og Þrándheims. Haldnir verða tónleikar á Rútstúni í Kópavogi laugardaginn 19. júní kl. 16.00 í Borgarnesi sunnudaginn 20. júní kl. 16.00 og á Lækjartorgi föstudaginn 25. júní kl. 16.30. Stjórn- andi sveitarinnar er Wiggo Darell. BELGARNIR FENGU A BAUKINN — bændumir ekki verið ákærðir enn Belgarnir, sem teknir vom með 162 andaregg norður í Mývatnssveit á dögum, hafa nú verið dæmdir. Þurfa þeir aö greiða hvor um sig 20 þúsund krónur svo og allan sakarkostnað óskiptan þar með talinn saksóknara- laun, 2500 krónur, og málsvarnarlaun, 2500krónur. Dómur þessi var kveðinn upp á miðvikudag og þurfa Belgarnir að greiða sektina innan fjögurra vikna ella sæta varðhaldi í 40 daga. Sekt þessi er miklum mun hærri en áður hefur tíðkazt fyrir brot af þessu tagi. Daginn áður en Belgarnir voru teknir tóku gildi nú lög um fuglavemd og fuglafriðun. Áður hafi hámarkssekt við broti sem þessu verið 250 krónur en hækkaði í eina milljón þennan dag. Bændumir sem seldu Belgunum andareggin hafa verið kærðir til ríkis- saksóknara. Eftir helgina verðurtekin ákvörðun um hvort þeir verða ákærðir ogþáhvaðadómþeirfá. -KÞ. Aldrei höfum vió boöió eins glæsilegt úrval og núna af notuðum Mazda bílum í 1. flokks ástandi og meö 6 mánaöa ábyrgö. Nú þurfid þið ekki lengur aö vera sérfræöingar í því aö velja og kaupa notaðan bíl, þvi að þið athugið útlit bilsins, ástand hjólbarða og annars sem sést og við ábyrgjumst það sem ekki sést. Athugiö sérstaklega aó verð 'notaöra bíla hefur lækkaö eins og nýrra. Komiö því á sýninguna í dag og tryggið ykkur úrvals Mazda bíl fyrir sumariö, meöan lágaveröiö helst. BÍLABORG HF Smiðshöfða 23. sími 81299. I í KVÖLD í HÁSKÓLABÍÓI KL. 23.00 STARS ON 45, OG THE TROGGS hljÖmleika FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Miðasala í Káskólabíö frá KL. 161DAG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.