Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 48
Bráðabirgðaráðstafanir ákveðnar:
AUKAYFIRDRÁTTUR
TIL ÚTGERÐARLÁNA
— segir Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra
— Samdráttur þjóðartekna getur orðið sex prósent á þessu ári
„Þjóðhagsstofnun metur aö þaö
aflaleysi sem verið hefur þýöi þrjú
prósent minnkun þjóöartekna nú
þegar. í nýlegu áliti sem stofnunin
hefur sent frá sér kemur f ram að þaö
veröi sex prósent samdráttur í
þjóöartekjum á þessu ári, ef svo
heldur áfram sem verið hefur,”
sagöi Steingrímur Hermannsson
sjávarútvegsráöherra í samtali viö
DV.
Hann kvaöst því ekki sjá ástæðu til
aö ætla aö bjartar horfur væru fram-
undan í þjóðarbúskap Islendinga. Og
að ástandinu nú svipaöi helzt til þess
semvaráriö 1967.
,,Ég held aö þaö geti ekki verið
nokkrum manni launung aö verði
þrjú prósent samdráttur í þjóöar-
tekjum þá sé ástandið mjög alvar-
legt. Og ef um sex prósent minnkun
verður aö ræöa þá er þaö enn alvar-
legra,” sagöi ráðherrann enn-
fremur.
Eins og greint hefur veriö frá
ræddu verkalýðsforingjar við ríkis-
stjómina um vanda útgerðarinnar.
Þeir fóru fram á aö komið yröi í veg
fyrir yfirvofandi stöövun togaranna
vegna fjárhagserfiðleika útgerö-
anna.
Steingrímur sagöi aö útvegað heföi
veriö fjármagn til aö hjálpa út-
gerðinni.
„Viöskiptabönkunum var heim-
ilaöur aukayfirdráttur hjá Seöla-
bankanum. Þetta f jármagn á aö lána
til þeirra útgeröa sem bankarnir
telja að verst séu staddar. Þetta er
eingöngu gert til bráöabrigða. Máliö
er í heild sinni í athugun hjá ríkis-
stjóminni og skýrist vonandi í næstu
viku. Ef þorskaflinn eykst hins
vegar ekki á næstunni þarf meira til
aö koma,” sagði Steingrímur aö
lokum.
-GSG.
Þýzki eggjasafnarinn:
Settur í
farbann
Vestur-þýzkur líffræðingur og
eggjasafnari var handtekinn um
borö í Smyrli fyrr í vikunni. Var
hann með 124 egg af ýmsum geröum,
og stæröum í farangrinum. ÖIl voru
eggin útblásin og því ekki til út-
ungunar. Er Þjóðverjinn í farbanni
og var mál hans sent saksóknara í
gær.
Þjóöverjinn haföi falið eggin vítt
og breitt um bifreiö sem hann kom í
til landsins. Var Smyrill aö búast
tU brottfarar er ferö Þjóðverjans var
stöövuö. Hann var í haldi einn dag
eystra en síðan sendur suður þar
sem hann var settur í
gæzluvarðhald. A þjóöhátíðardaginn
var honum sleppt úr haldi en settur í
farbann ótUgreindan tíma.
. Samkvæmt upplýsingum
rannsóknarlögreglunnar tíndi
Þjóðverjinn eggin sjálfur en keypti
þau ekki. Ætlaði hann að nota þau í
eigin þágu en ekki í f járöflunarskyni.
-KÞ.
Barnaspílali Hringsins, Land-
spítalanum, á 25 ára afmœli í
dag. Af því lilefni fór fram mól-
laka í spílalanum í gœr. l>ar lóku
nuðal annarra lil máls Svavar
Gestsson ráðherra, Víkingur H.
Arnórsson prófessor, Davið i
Gunnarsson forstjóri ríkisspn-
alanna og Páll Sigurðsson
stjórnarformaður. Hringskonur
voru að sjálfsögðu viðstaddar og
liér má sjá er gestir skoðuðu
barnadeildina. (DV-mgnd Þórir).
Heildarvelta Sambandsins 2,4 milljarðar:
ENDANLEGUR HAGNAÐUR
NAM ÞREMUR MILUÓNUM
— Einhver lífskjaraskerðing hlýtur að verða, sagði Erlendur Einarsson um
Aöalfundur Sambands íslenzkra
sveitarfélaga í tilefni aldarafmælis
samvinnuhreyfingarinnar hófst á
Húsavík í gær og lýkur á morgun. Á
fjórða hundrað manns sitja fundinn.
Það eru 111 fuUtrúar frá Sambands-
félögunum 44, makar þeirra og
gestir, innlendir og erlendir. A
morgun veröur s vo hátíöarsamkoma
aö Laugum í Reykjadal þar sem
Vigdís Finnbogadóttir mun meöal
annarra flytja ávarp.
Fyrir fundinum liggui- árs-
skýrsla Sambandsins fyrir áriö 1981.
Þar kemur fram aö heildarvelta
Sambandsins á síöasta ári nam
ástandið í ef nahagsmálum
tæpum 2.400 milljónum króna
samanboriö viö tæpar 1.700 milljónir
áriö 1980. Aukningin nemur 770 millj-
ónum eöa 47,7 prósentum. Endan-
legur tekjuafgangur rekstrar-
reiknings til ráðstöfunar á aðalfundi
nemur 3.081 þúsundi króna, saman-
boriö við 2.661 þúsund 1980. Brúttó-
tekjur af söluverömæti eru nú 18,9
prósent en voru 19,1 prósent 1980.
Rekstrargjöld hækka hins vegar
hlutfallslega meira en meöalhækkun
vísitölu vöru og þjónustu sem var
50,7 pnósent. Af þessum sökum
lækkar rekstrarhagnaður hlutfalls-
lega á milli áranna, úr 4,2 prósentum
af heildarsöluverðmæti 1980 í 3,0
prósentl981.
Aö vanda skrifar Erlendur
Einarsson forstjóri stutt ávarp í
ársskýrsluna og þar segir hann
meöal annarars:
„Þegar þetta er skrifaö syrtir
mjög í álinn í íslensku efnahagslífi.
Ef ekki koma óvænt höpp, sem vart
eru sjáanleg, hlýtur einhver lífs-
kjaraskeröing aö eiga sér staö.
Spurningin verður því, hvemig helst
skuli brugðist við vandamálunum,
aflabrestinum, markaöserfiöleik-
unum, hinni veiku stööu útflutnings-
atvinnuveganna, samfara hinni
miklu verðbólgu. Þar þarf að sýna
aukna aögæslu í f jármálum og spara
í rekstri eins og frekast er unnt. Á
þetta bæði viö um ríkiö og atvinnu-
rekstur almennt. Þegar syrtir í álinn
er þaö veröbólgan, sem margfaldar
vandann. Það er ekki síst hinn hái
fjármagnskostnaöur, sem nú gerir
þaö að verkum, að taprekstur setur
allt í strand á skömmum tíma.”
-KÞ.
frýálst, nháð dagblað
LAUGARDAGUR19. JÚNÍ1982.
HM á Spáni:
ítalirheppnirað
ná jöfnu
— gegnPerúígær
„Eg sagöi eftir leikinn viö Pólland aö
Italía heföi átt að vinna. Nú verð ég aö
segja aö Perú heföi átt aö sigra,” sagöi
Bearzot, þjálfari Italiu, eftir að Italía
og Perú höfðu gert jafntefli, 1—1, í HM-
leik sínum í 1. riöli í Vig ó í gær.
Italir náöu forustu meö marki Bruno
Conti á 18. mín. og drógu sig síðan í
varnarskel. Loks á 84. mín. tókst Diaz
aö jafna fyrir Perú. Knötturinn fór af
ítölskum vamarmanni í markið. Dóm-
arinn sleppti augljósri vítaspyrnu á
Italíu í leiknum.
Staöan í 1. ríöli er nú þannig:
Italía 2 0 2 0 1—1 2
Perú 2 0 2 0 1—1 2
Pólland 10 10 0-0 1
Kamerún 10 10 0—1 1
Pólland og Kamerún leika í dag í La
Coruna.
hsím.
SÍSvill stofna nýjan
samvinnusjóð
I ræöu Vals Arnþórssonar, stjómar-
formanns SlS, á aöalfundi Sambands-
ins í gær kom fram aö á döfinni er aö
stofna Samvinnusjóð íslands. Er þar
um aö ræða félag til sameiningar á
fjárhagslegum kröftum samvinnu-
hreyfingarinnar sem beita mætti þegar
um meiriháttar viðfangsefni er aö
ræða.
Tillaga, sem felur í sér heimild til
stjómar Sambandsins aö beita sér
fyrir þessari sjóösstofnun, sé þaö
gerlegt, verður lögö fram á aöalfundi
SlS í dag. Flutningsmaöur er Erlendur
Einarsson, forstjóri Sambandsins.
-GS Húsavík.
Vonátilboði
fráVSÍ
Samningafundur Alþýöusambands-
ins og Vinnuveitendasambandsins stóö
enn yfir í gærkvöldi, er blaöiö fór í
prentun, en hann hófst klukkan 4 síö-
degis.
1 gærkvöldi áttu menn von á tilboði
frá Vinnuveitendasambandinu er
myndi bjóöa upp á sömu
kauphækkanir og samið var um milli
byggingamanna og Meistara-
sambandsins. Reiknaö var meö aö í
tilboöinu yröi boðið upp á sama
samningstíma og hjá byggingamönn-
um, eða þrjú ár, en meö skertri
vísitölu.
Var helzt á samningamönnum
Alþýöusambandsins aö skilja aö þeim
þætti óviðunandi að veröbætur yröu
skertar enn frá því sem er og væri til-
boöiö af þeim sökum ekki aðgengilegt.
-Qef.
DVgetraunin
Getraunaseöill DV-getraunar, er á
bls. 33 í blaöinu í dag. Opel Kadett, að
verömæti 139 þúsund krónur, veröur
dreginn út 28. júlí.
LOKI
Nú verður að skerða frfs-
kjörín, sagði Eríendur og
kynnti milljónagróða SÍS.