Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 33
DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR19. JtJNl 1982. 33 Menning Menning Menning Menning USTAHÁTÍD LÝKUR MEÐ GLÆSIBRAG — boðið upp á Boris Christoff, „Skilnað” og myndlist um helgina Listahátíö lýkur á morgun en margir munu án efa telja síöustu tónleika há- tíðarinnar hápunkt hennar. Þá kemur búlgarski bassasöngvarinn Boris Christoff fr£un í Laugardalshöll ásamt Sinfóníuhljómsveit Islands, en hljóm- sveitarstjóri á tónleikunum verður Gil- bert Levine. Taliö er aö Boris Christoff hafi ekki átt lítinn þátt í að hefja rússn- eska óperutónlist til vegs og viröing- ar. Á tónleikunum í Höllinni mun hann meðal annars syngja aríu úr, ,Lífi keis- arans” eftir Glinka og Dauða Boris keisara úr „Boris Godunov” eftir Mussorgsky. Boris Christoff hefur notiö frægöar og vinsælda um allan heim í rösklega þrjátíu ár og á án efa fjölmarga aödá- endur hérlendis. Tækifæriö sem nú gefst til aö heyra þennan einstæðai söngvara syngja á Islandi kemur tæp- ast aftur. Frumsýna nýtt íslenzkt leikrit I dag er leikrit Kjartans Ragnars- sonar, „Skilnaður”,frumsýntogönnur sýning þess veröur á morgun. Kjartan hefur ekki veriö viö eina fjölina felldur í leikhúsmálum og bryddar enn uppá nýjungum í „Skilnaði”. I sýningum leik- ritsins er húsnæði Leikfélags Reykja- víkur, gamla Iönó, nýtt á óvenjulegan hátt. Áhorfendur sitja nú á sviöinu og kringum leikarana sem leika á miöju gólfi. Efni leikritsins er ekki síður óvenjulegt en umgjörö þess. Tekið er á ýmsum málum sem talin hafa veriö meöal viökvæmari umræöuefna í þjóð- félagiokkar. „Skilnaður” verður ekki sýndur nema tvisvar sinnum á Listahátíð, en verkið verður tekið upp að nýju hjá Leikfélaginu næsta haust. Myndlist af ýmsum toga Ailar myndlistarsýningar Listahá- tíðar, að sýningunni „Nytjaskarti” undanskilinni, verða opnar um helg- ina. I Listasafni Islands stendur yfir sýn- ing Walessa Ting, litskrúöug sýning og hefur yfir sér talsvert austrænan blæ. Raunar er þaö ekki að undra því aö Ting er kínverskur að ætt en hefur starfað mestan hluta ævinnar á Vest- urlöndum. Sýning Tings stendur nokkru lengur en hin opinbera listahá- tíð, eöa f ram til 4. júlí. Á Kjarvalsstöðum eru þrjár sýning- ar, „Af trönum Kjarvals”, „Sýniljóð og skúlptúrar” Magnúsar Tómassonar og „Hönnun ’82”, sýning á íslenzkum listiönaðarmunum af ýmsum toga. Kjarvalssýningin er úttekt á verkum þeim sem listamaöurinn gaf Reykja- víkurborg og setti Gylfi Gíslason' myndlistarmaður þessa sýningu upp. Sýningin er prýðilegt tækifæri til að virða fyrir sér snilli þessa ástsæla listamanns. Magnús Tómasson hefur í eitt ár not- iö starfslauna frá Reykjavíkurborg og afrakstur starfs hans á síðasta ári er nú til sýnis á Kjarvalsstöðum. Magnús hefur hugmyndaflug í betra lagi og tekst örugglega að koma mörgum á óvart. „Hönnun ’82” er sett upp til að vekja athygli almennings á þróun og stöðu ís- lenzkrar iðnhönnunar. Guðni Pálsson setti sýninguna upp og hefur komiö mörgum góðum grip fyrir í vestursal Kjarvalsstaöa. Höggmyndasýning danska mynd- höggvarans J ohn Rud stendur að hluta til frameftir sumri. Allar myndir hans sem komiö hefur verið fyrir utanhúss munu halda áfram að gleöja augu þeirra sem eiga leið að Norræna hús- inu. Sýning mynda Ruds sem komið var fyrir innan dyra lýkur hins vegar um helgina. Ljósmyndasýningu Ken' Reynolds í kjallara Norræna hússins lýkur að kvöldi sunnudags. I hátíðarskapi til sunnudagskvölds Langbrækumar sem nú eru orðnar| f jórtán að tölu sýna smælki sitt fram tilj 27. júní og skerfur þeirra til Listahátíð- ar endist þannig viku betur en sjálf há- tíðahöldin. Smáverk þeirra Langbróka eru unnin úr mismunandi efni og þær sýna tauþrykk, vefnað, grafik, skúlptúr og keramik. I Ásmundarsal sýna arkitektar hvemig maðurinn hefur tekið náttúr- una sér til fyrirmyndar, meðal annars í byggingarlist. Sýningin nefnist „Náttúruform” og henni lýkur á sunnudagskvöld. I Nýlistasafninu er hugsað um Evr- ópu. Þar sýna tíu myndlistarmenn frá fimm þjóðlöndum, en Islendingurinn í hópnum er Helgi Þorgils Friðjónsson. Allir fylgja myndlistarmennirnir í Nv- listasafninu anda hinnar nýju málara- listar og eru orðnir vel þekktir. Sýning- Verk Borghildar Oskarsdóttur á leirlistarsýningunni í Listmunahúsinu. unni „Thinking of the Europe’Týkur klukkan tíu á sunnudag. Sýning hins nýstofnaða Leirlistarfé- lags í Listmunahúsinu stendur viku lengur en Listahátíð. Ellefu íslenzkir leirlistarmenn stóðu að stofnun félags- ins og sýna verk sín auk þess semfeng- inn var sérstakur gestur á sýninguna, PeterTybjerg. Þó liðið sé að lokum Listahátíðar ber enn sitt af hverju fyrir augu og eyru. Því er óhætt að halda hátíöarskapinu fram á sunnudagskvöld. Þeir sem enn hafa ekki haft tíma til aö skoöa þær myndlistarsýningar sem hugurinn gimist eiga lika í sumum tilfellum aö minnsta kosti enn eina viku til stefnu. -SKJ FYRIRTÆKI ATVINNU- REKENDUR Dagblaðið & Vísir mun gefa út neytendabæklinginn ,,Heimilis- bókhaldið þitt ” í byrjun júlí og senda ókeypis með DV til áskrifenda. Aætluð dreifing 52 þús. eintök. Auk þess verður bæklingurinn til sölu á útsölustöðum blaðsins. Einkunnarorð bæklingsins verða: ,,Meira fyrir mánaðarlaunin" og verður neytendum gert kleift að fylgjast með vikuútgjöldum heimilisins með þvt að færa inn hina ýmsu útgjaldaliði á auðveidan og hentugan hátt, íþar til gerða dálka. Hægri síða á hverri opnu er ætluð fyrirtækjum til auglýsinga. — Auglýsing yðar verður því við hlið heimilisbókhaldsins EINAVIKU ÍSENN. AUGLYSÍIMG YÐAR ATHUGiÐ: , Síðustu forvöð að skila auglýsingum cru til kl. 17.00 fimmtudaginn 14. júní HRINGIÐ OG LEITIÐ UPPLÝSINGA í SÍMA 27022 BIADID&M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.