Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR19. JUNI1982. ^ííu ára snáði tekinn tali Ágætt að vera þmgmaður, þá þarf maður ekki að skulda neitt” Lítill ljóshæröur hnokki stendur í miöju Austurstræti. Hann er meö stóran blaöburöarpoka á öxlinni, enda blaðsölustrákur. Hann er svo lágur í loftinu aö hann veldur vart blaöburöarpokanum. Hann vekur eftirtekt vegfarenda. Og þaö komast færri aö en vilja til aö kaupa blöð af honum. Það er greinilega roksala. „Níu krónur, takk”, segir hann viö einn viðskiptavininn. Sá réttir honum tíkali og gengur í burt. „Heyröu”, kallar snáöinn á eftir honum, „þú átt að fá krónu til baka”. Hinn snýr sér við og segir: ,,Þú mátt eiga hana”. En snáöinn lætur sig ekki. Rétt skal vera rétt. Og maðurinn fær krónuna. Þetta er Olafur Þráinsson 9 ára strákur úr Kópavoginum. — Má égtrufla þig? „Já, var þaö eitthvað sérstakt? ” — Hvemig gengur salan? „Jú takk, bærilega. Ætlaröu aö tala lengi? Er ekki í lagi aö ég selji á meöan?” „Maður færþetta 70 kall á dag" — Ertu búinn aö vinna lengi viö þaðaðseljablöð? „Nei, ekki get ég sagt þaö, ég held þaö sé ekki nema mánuður síðan ég byrjaöi í þessu. Bróðir minn, sem er eldri en ég, hefur veriö í þessu lengi og viö vinnum saman í sölunni. ” — Hvaö vinnuröu þér inn á dag? , ,Maður fær þetta 70 kall á dag.” — Hvaögeriröu viðþápeninga? „Safna þeim saman auðvitaö.” — Hverju ertu aö safna þér fyrir? „Ég er aö safna mér fyrir skóm núna. Séröu ekki hvaö þetta eru miklar druslur sem ég er á? ?” — Færðu vasapeninga ? „Ekki núna, þegar ég vinn mér inn peninga sjálfur, en ég hef fengið vasapeninga.” — Hvaö færöu mikla vasapeninga þegar þú færö þá? „Það er misjafnt og þaö er ekki alveg reglulega eöa svoleiðis, bara stundum.” — Hvaö hefuröu gert viö þá peninga? „Þaö hefur allt fariö í baukinn, blessuövertu.” —Áttu þá ekki töluveröa upphæö í bauknum? „Ja, svonaeitthvað.” „Les ekkert ásumrin" — Lestu mikið? „Nei, ég er alveg hætturaðlesa.” — Afhverju? „Nú, skólinn er hættur, mann- eskja. Þá les maöur ekki mikiö á meöan.” — En blööin, lestu þau? „Nei, ekki mikiö og alls ekki á sumrin.” — Lestu bara þegar þú ert í skólan- um? „Já, og þaö er alveg nóg skal ég segja þér.” — Er leiðinlegt í skólanum? „Æ, já, mér finnst allt þar frekar leiöinlegt nema kristinfræöi. Hún er ágæt. Þá þarf maöur ekkert aö gera nema hlusta á kennarann og þaö er bezt.” — En hlustaröu á útvarp eöa horfir ásjónvarp? *. „Já, ég geri það oft, aðallega horfi égásjónvarpið.” — Hvaö finnst þér skemmtilegast þar? „Tommi og Jenni eru iangskemmtilegastir. ’ ’ „Davíð kom með X-G merki og fór að tala " — Ertu búinn aö ákveða hvaö þú ætlar aö veröa þegar þú verður stór? „Já, blaðamaðureinsog pabbi.” — Alveg ákveðinn? „Já.” — Ertu ánægður meö foreldra þína? „Já, já.” — Hvernig eiga f oreldrar aö vera ? , Jíins og mínir, nema mér finnst slæmt aö stundum þegar maöur er aö kaupa sér eitthvað sem maöur má ekki kaupa þá er maöur skammað- ur.” — Hvaö ertu þá aö kaupa þér? „Leikföngogföt.” — Helduröu aö þú munir ekki skamma þín böm ef þau gerðu það sama? „Ég veit þaö ekki og þó. . . senni- lega mundi maöur aöeins taka í þau.” — Veiztu hvaö veröbólga er? „Þá eru vörurnar alltaf aö hækka.” — En af hverju fara menn í verkföll? „Þá fá þeir ekki nóguhá laun.” — Vildir þú geta fariö í verkfall? „Nei, þaö vildi ég ekki. Þaö getur ekki veriö skemmtilegt aö hanga og hafa ekkert aö gera.” — Veiztu hver Davíð Oddsson er? „Nei, heyrðu jú annars, ég veit þaö. Hann er þingmaður eða eitt- hvaö? Ég man einu sinni þarna í Kópavoginum, þá kom maður meö X-G merki og fór aö tala. Það var hann.” — Þekkiröueinhverja þingmenn? „Gunnar Thoroddsen, er hann ekki ráðherra eöa eitthvað. Og svo... nei, ég veit ekki um f leiri. ” „Ágættað vera þingmaður, þá þarfmaður ekki að skulda" — Hvemig heldurðu aö þaö sé aö vera þingmaöur? „Ja, ætli það sé ekki bara ágætt. Fær maöur ekki svo há laun ef maöur er þingmaöur? Ég er svoleiö- is aö ég nenni ekki aö skulda neitt og ef maður væri þingmaður, þá þyrfti maður ekki aö vera aö skulda.” — Ertu s jálfur skuldum vafinn? „Nei, sjáöu til, ekki ég heldur skuldar bróðir minn mér og ef ég ...þí kom maður með X—G marki og fór að tala. Það var Oavið Oddsson. LWW „M aru vörurnar alltafað haekka. Það ar verðbólga." , Maður les akkert á sumrin." (DV-myndir EÓ) væri þingmaður, þá mundi ég ekki láta hannborgaméralla skuldina.” — En viltu þá ekki frekar verða þingmaður en blaðamaður? „Nei, ég ætla aö veröa blaðamaður einsogpabbi.” — Hver er Vigdís Finnbogadóttir? „Þaðerforsetinn.” „Maður vaskar stundum upp" — Hvaö geriröu þegar þú átt frí? „Ferífótbolta.” — Hvaö er þaö skemmtilegasta semþúgerir? „Það er aö selja blöö og vera í fót- bolta.” — Ertu í. fótboltafélagi? „Nei, mér finnst ekki gaman að æfa og ég ætla ekki aö vera i neinu félagi. Sko, samt held ég með Breiöa- bliki.” — Hef urðu komið til útlanda ? „Nei.” — Langar þig? „Já,til Júgóslavíu.” — Af hver ju þangað? „Ég hef séö myndir þaðan.” — Hvar er J úgóslavía? „Æ, hún er þarna einhvers staðar ákortinu.” — Hjálparðu til viö húsverkin heima hjá þér? „Já, maöur vaskar stundum upp, en oftast er ég notaður í sendiferðir.” — Ætlar þú að hjálpa þinni konu við húsverkin þegar þú giftir þig? „Ja, ef ég gifti mig, ég hef ekki ákveðið það enn, þá geri ég þaö sennilega.” — Áttu þér einhver ja ósk ? „Tíu gíra hjól.” Sá litli haföi verið á spretti allan tímann sem viö stöldruöum viö hjá honum. Árvökul augun hvörfluöu til og frá í leit aö kúnna. Og ekki stóö á þeim. Ýmist hljóp hann þá uppi eða þeir hann. Viö vorum farin að hafa samvizkubit yfir aö trufla snáða þótt hann þvertæki fyrir þaö, enda. kurteisin uppmáluð. Viö kvöddum' hann því með virktum og þökkuöum spjallið. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.