Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR19. JUNI1982. hjál*t, áhái Hugblai Útgáfufólag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Svainn R. Eyjólfsson. Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Höröur Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. Aöstoöarrit8tjóri: Hapkur Helgason. Fróttastjóri: Sœmundur Guflvinsson. Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingólfur P. Steinsson. Ritstjórn: Síöumúla 12—14. Auglýsingar: Síflumúla 8. Afgreiflsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrrfstofa: Þverholti 11. Sími 27022. Sími ritstjórnar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Sfflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skerfunni 10. Áskriftarverfl á mánufli 120 kr. Verfl i lausasölu 9 kr. Helgarblafl 11 kr. Glæta í samningum Nú örlar á skynsemi í samningaviðræðum Alþýðusam- bandsins og Vinnuveitendasambandsins. Bæði hefur verkföllum og verkbönnum verið skotið á frest og hugmyndir eru um kjarasamninga, sem yrðu eftir atvikum þolanlegir. Fróðustu menn segja, að svart sé framundan í at- vinnu- og efnahagsmálum. Við vitum nú þegar, að fram- leiðsla þjóðarinnar vex ekki í ár heldur minnkar. Krónu- töluhækkanir á kaupi eyðast jafnharðan í verðbólgunni, því ekki er unnt að skipta því, sem ekki er til. Því var það, að alþýðusambandsmenn höfðu fyrir nokkrum vikum gefið undir fótinn um tiltölulega litlar kauphækkanir. Þá var rætt um sem næst fjögur prósent kauphækkun í fyrstu lotu. Um þetta varð samkomulag að kalla milli helztu forystumanna Alþýðusambands og Vinnuveitendasam- bands. Verkamannasambandið hindraði í það sinn, að frá þessu væri gengið og samningar undirskrifaðir. Engu að síður var þessi „grunnur” jafnan til staðar og líklegt, að samið yrði nálægt honum. Þá sprengdu byggingamenn samninginn. „Uppmælingaaðallinn” semur við sjálfan sig. Meistar- ar skaðast ekki heldur hagnast á hækkunum. Þessum hópi var því einkar þægilegt að brjótast út úr þeim sam- komulagsramma, sem til var orðinn. Byggingamenn sömdu um talsvert meiri hækkanir. Nú var úr vöndu að ráða fyrir þá, sem hugsuðu um samninga sem alvörumál. Allsherjarverkfall hafði verið boðað. En samninga- menn sáu að sér. Verkafólk hefur miklar áhyggjur af at- vinnuástandinu, einkum í sjávarplássunum. Verkalýðs- rekendurnir urðu þess varir, einnig í Reykjavík, að lítill áhugi var á löngum verkföllum. Mönnum mun einnig hafa skilizt, að til lítils er að berjast. Almennar kauphækkanir auka aðeins verðbólgu og verða strax að engu. Afleiðingin gæti allt eins orðið kjaraskerðing. Hugmyndir komu fram um að víkja ekki alveg frá þeim samningsgrunni, sem til hafði orðið, þótt byggingamenn hefðu gefið sér meiri hækkanir. Á móti hærri prósentu- hækkun grunnlauna, sem byggingamenn höfðu fengið og aðrir hlytu að hljóta í kjölfarið, skyldi auka vísitöluskerð- ingu. Sú skerðing drægi úr kauphækkunum á samnings- tímanum, þannig að þær yrðu ekki fjarri því, sem að hafði verið stefnt. Á þessum forsendum er unnið, þegar þetta erskrifað. Hróp um miklar almennar kauphækkanir hafa aldrei átt minni rétt á sér en nú.Þaö er ekkerttil skiptanna, ekki af neinu að taka. Hið eina sem verkalýðshreyf ingin getur, er að hamla gegn minnkun kaupmáttar og reyna að bæta kjör hinna lægstlaunuðu. Enginn hefur í alvöru andmælt þeirri kenningu, að nú hljóti almennar kauphækkanir að renna út í sandinn. Kauphækkunin, sem um verður samið, verður aðeins olía á eld verðbólgunnar. Skiljanlegt er, að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar telji sig þurfa að benda á ein- hverjar kauphækkanir í samningunum. Með því að hafa þær litlar, fengist sú útkoma, sem skást virðist í stöðunni. Fulltrúar almennu verkalýðsfélaganna geta ekki horft á byggingamenn auka enn bilið með meiri kauphækkun- um en þeirra fólk fær. Með því að mæta grunnkaupshækkunum með vísitöluskerðingu, sem einnig bitnar á byggingamönnum fæst lausn, sem telja verður eftir atvikum viðunandi. HaukurHelgason. íslenzkan tekln til þanþolspróf- unarmeðferðar Fyrir nokkrum dögum var ég aö blaöa í Morgunblaöinu og las þá vandlega fasteignaauglýsingar sem voru þar á fimm eöa tíu síöum. Ekki svo aö skilja aö ég hyggist kaupa mér íbúö, fjarri því. En meira aö segja fátæklingum eins og mér er heimilt að láta sig dreyma um betri tíö. Innan um auglýsingar um þriggja herbergja íbúöir í blokk, fimmtán hundruö fermetra einbýlis- hús og hundraö ára gamalt timbur- hús að hruni komið í Þingholtunum (en þau voru sýnu dýrust) rakst ég á auglýsingu um sumarbústaöi. Sumarbústaöir eru auðvitað tákn mun æöri þjóöfélagsstööu en svo aö ég geti leyft mér aö dreyma um þá. Fyrst er þaö þriggja herbergja íbúö í blokk og þangað til því marki er náö eiga mínir líkar aö láta sér nægja náttúrulífsmyndir í sjónvarpinu. Svart-hvítar, auövitaö. Fg hugðist því hlaupa yfir þessa auglýsingu um sumarbústaöina svo ég yröi ekki óstéttvís í draumum minum. En áöur en ég náöi að fletta yfir á næstu fasteignasíðu slysaöist ég til aö lesa upphaf auglýsingarinn- ar. Hún var frá stórri fasteignasölu hér í bæ og upphafið var eitthvað á þá leiö aö þetta tiltekna fyrirtæki hefði fengiö „til sölumeðferðar” land undir sumarbústaöi, sem auðvitað var vandlega skipulagt. Ég fletti ekki yfir á næstu fast- eignasíðu. Dagdraumar leigjandans gleymdust, kaffiö kólnaði í bollanum og sígarettan brann upp í ösku- bakkanum. Eg sat í sófanum, upp- ljómaður og hrifinn af þanþoli og sveig janleika íslenzkrar tungu. Á Bomeó býr þjóö dvergvaxinna steindaldarmanna sem til skamms tíma játuðu engan yfirboöara í heimi þessum æðri þeim sem sat i hásæti hins Sameinaöa konungdæmis á Bretlandseyjum. En þessi dverg- vaxna þjóö var gefin fyrir stóra titla og fannst lítið til koma aö einkenna yfirboöara sinn meö einsatkvæöis- orðum á borð viö „king” eða „queen”. Steinaldarmennirnir reyndu því á þanþol enskrar tungu og bjuggu til nýjan titil fyrir yfirboö- ara sinn, og hét hann nú: „Number- one-belong-all”. Og er það ólíkt til- komumeiri titill en hin engilsax- nesku einsatkvæöisorð sem áður voru nefnd. Ég velti því fyrir mér, þar sem ég sat og íhugaði auglýsinguna um sum- arbústaöina, hvort einhver hinna orðhögu frumbyggja frá Bomeó heföi flust hingaö og gerst fasteigna- sali. „Sölumeöferö” er snjallt ný- yröi. Þegar allt kemur til alls er þaö ekki neitt smáviövik aö selja sumar- bústaði. Hinn þreytti stressaöi og firrti neytandi getur, gegn vægu gjaldi, komist burt frá malbiki, mengun og menningu, horfiö á vit náttúrunnar,"þar sem fuglar vekja hann aö morgni meö hýrum söng og sefandi árniöurinn hjálpar honum að komast í ró að kveldi. Þar getur hann sleikt sálarsár sín í friöi og komist aftur í takt við hrynjandi allífsins, Orðið „sala” nær alls ekki yfir allt þetta. I vakandi draumi þótti mér sem ég hringdi á fasteignasöluna. Þar svar- aði mér maður, sem af einhverjum ástæöum talaði alveg eins og Hjör- leifur Guttormsson. Ekki veit ég af hyerju, vegir undirmeðvitundarinn- ar eru órannsakanlegir. I draumnum hóf ég hins vegar samtalið: „Þér auglýsið í dag aö þér hafið sumarbú- staði til sölumeðferðar.” — Já. Þetta er í fyrsta sinn sem viö tökum þetta tilboð til auglýsinga- meðferðar og undirtektarmeðferðin, sem almenningur hefur tekið auglýs- ingameöferöina til, hefur reynst öflug. — Sjáiö þér til, ég heföi áhuga á að taka einn sumarbústaö til kaupmeð- feröar! — Eins og ég hef þegar sagt, hefur undirtektarmeðferö almennings ver- iö mjög öflug, og okkur hafa þegar borist fleiri umsóknir en mun reyn- ast unnt aö taka til uppfyllingarmeö- feröar. En auðvitaö munum viö taka yöar umsókn til vinsamlegrar athug- unarmeðferöar. Segið mér, hversu mikið fé hafið þér handbært til inn- borgunarmeðferðar? — Þessa spurningu get ég ekki tekið til svarmeöferðar aö svo stöddu, því miður. Fyrst þarf ég að taka bankastjóra til sláttumeðferð- ar. — Undir slíkum kringumstæðum verðiö þér aö eiga fasteign sem bankinn getur tekiö til tryggingar- meöferðar. Hver er stærö íbúöar yð- ar? — Ég hef því miöur enga íbúö í eignarmeðferð eins og er. Aðeins íbúö til leigumeðferðar. — Ekki er sú meðferðin til fjár fyrir yður. Segið mér þá, eigiö þér fast- eignáhjólum? — Fyrir skömmu átti ég samvinnu við stjómanda veghefils um aö taka bifreið mína til gereyðileggingar- meðferöar, því miður. Ég er eigin- lega eignalaus maöur. — Mér þykir ákaflega fyrir því, herra minn, en mér virðist sem ég veröi aö taka umsóknarmeðferð yö- ar til frávísunarmeðferðar. Veriö þérsælir. Og sem ég vaknaöi af dagdraumn- um þótti mér maðurinn taka símtólið til áskellingarmeöferðar. ÖBG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.